HeimaHöfn – Vinnustofur í FAS

09.sep.2024

Það er heldur betur búið að vera líflegt í FAS í dag og margt um manninn. Í dag var haldin fyrsta vinnustofan í verkefninu HeimaHöfn en það er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Verkefnið felur í sér náið samstarf með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal annars verður unnið að miðlun upplýsinga um fjölbreytt tækifæri til menntunar og atvinnu á svæðinu. Og allt miðar þetta að því að unga fólkið okkar viti hvaða möguleika og tækifæri þau hafi í framtíðinni en geti um leið valið að búa áfram í sveitarfélaginu okkar. Það eru þær stöllur Hugrún, Kristín Vala og Nejra sem stjórna för í verkefninu.

Það voru nemendur í 9. og 10 bekk grunnskólans auk staðnemenda í FAS sem tóku þátt í vinnustofunum í dag. Hópnum hafði verið skipt í sex smærri hópa og átti hver hópur að fjalla um ákveðin atriði eða leysa ákveðin verkefni enda er það mikilvægt að heyra raddir ungmennanna okkar. Vinnan hófst í morgun þar sem Kristín Vala fór yfir það sem væri fram undan og til hvers væri ætlast af þátttakendum. Í hádeginu var boðið upp á málsverð á Nýtorgi.

Það er skemmst frá því að segja að vinnan í dag tókst ljómandi vel og krakkarnir voru vel virkir og komu sínum sjónarmiðum á framfæri. Það verður gaman að fylgjast þessu verkefni á næstu vikum og mánuðum.

Aðrar fréttir

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...