Burt með allt ofbeldi

05.sep.2024

Við höfum ekki farið varhluta af umræðu um aukið ofbeldi í þjóðfélaginu síðustu daga og vikur. Það er mikilvægt að allir taki höndum saman um að sporna við öllu ofbeldi. Bleikur litur er orðinn tákn þess að ofbeldi verði aldrei samþykkt.

Undanfarna daga hafa sést víðs vega myndir í fréttum og á samfélagsmiðlum sem sýna samstöðu gegn ofbeldi. Að sjálfsögðu sýnum við í FAS samstöðu og í dag mátti sjá marga skarta bleikum lit. Þeim sem voru í húsi í löngu pásunni fyrir hádegi var hóað saman til myndatöku.

Aðrar fréttir

HeimaHöfn – Vinnustofur í FAS

HeimaHöfn – Vinnustofur í FAS

Það er heldur betur búið að vera líflegt í FAS í dag og margt um manninn. Í dag var haldin fyrsta vinnustofan í verkefninu HeimaHöfn en það er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Verkefnið felur í sér náið samstarf með ungu...

Klettar og línuvinna

Klettar og línuvinna

Veðrið gaf góðan tón í byrjun skólaárs á fyrsta námskeiði hjá glænýjum hóp í Fjallamennskunáminu. Kennurum til stórkostlegrar undrunar var þurrt alla dagana nema þann fyrsta, en það gerði ekkert til. Meira að segja júmmæfingar á Skeiðarárbrú fóru fram í sól og blíðu...

Námsferð á Skeiðarársand

Námsferð á Skeiðarársand

Staðnemendur í inngangsáfanga að náttúruvísindum fóru á Skeiðarársand í gær, fimmtudag, til að vitja gróðurreita sem FAS hefur fylgst með frá árinu 2009. Það er reynt að fara alltaf á svipuðum árstíma til að afla gagna svo upplýsingar verði sem sambærilegastar á milli...