Burt með allt ofbeldi

05.sep.2024

Við höfum ekki farið varhluta af umræðu um aukið ofbeldi í þjóðfélaginu síðustu daga og vikur. Það er mikilvægt að allir taki höndum saman um að sporna við öllu ofbeldi. Bleikur litur er orðinn tákn þess að ofbeldi verði aldrei samþykkt.

Undanfarna daga hafa sést víðs vega myndir í fréttum og á samfélagsmiðlum sem sýna samstöðu gegn ofbeldi. Að sjálfsögðu sýnum við í FAS samstöðu og í dag mátti sjá marga skarta bleikum lit. Þeim sem voru í húsi í löngu pásunni fyrir hádegi var hóað saman til myndatöku.

Aðrar fréttir

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...