Burt með allt ofbeldi

05.sep.2024

Við höfum ekki farið varhluta af umræðu um aukið ofbeldi í þjóðfélaginu síðustu daga og vikur. Það er mikilvægt að allir taki höndum saman um að sporna við öllu ofbeldi. Bleikur litur er orðinn tákn þess að ofbeldi verði aldrei samþykkt.

Undanfarna daga hafa sést víðs vega myndir í fréttum og á samfélagsmiðlum sem sýna samstöðu gegn ofbeldi. Að sjálfsögðu sýnum við í FAS samstöðu og í dag mátti sjá marga skarta bleikum lit. Þeim sem voru í húsi í löngu pásunni fyrir hádegi var hóað saman til myndatöku.

Aðrar fréttir

Námsferð á Skeiðarársand

Námsferð á Skeiðarársand

Staðnemendur í inngangsáfanga að náttúruvísindum fóru á Skeiðarársand í gær, fimmtudag, til að vitja gróðurreita sem FAS hefur fylgst með frá árinu 2009. Það er reynt að fara alltaf á svipuðum árstíma til að afla gagna svo upplýsingar verði sem sambærilegastar á milli...

Að gefnu tilefni

Að gefnu tilefni

Vegna mikillar umræðu í samfélaginu um fjallamennskunám FAS vill skólameistari koma því á framfæri að skólinn hefur verið í samtali við mennta- og barnamálaráðuneytið um framtíðarmöguleika námsins en sífellt fleiri sannfærast um mikilvægi þess. Áfram verður leitað...

Anna Lára hlýtur styrk úr Afreks- og hvatningasjóði stúdenta HÍ

Anna Lára hlýtur styrk úr Afreks- og hvatningasjóði stúdenta HÍ

Í gær voru veittir styrkir úr Afreks- og hvatningasjóði stúdenta HÍ en þeir sem hljóta styrk þar hafa náð framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs. Auk árangurs á stúdentsprófi er litið til annarra þátta, s.s. þátttöku í félagsstörfum, íþróttum eða öðru því sem...