Nýnemaviðtölum frestað vegna COVID-19

by 16.mar.2020Covid-19, Fréttir

Vegna takmörkunar  á skólastarfi í FAS verður nýnemaviðtölum frestað í óákveðinn tíma. Við hvetjum ykkur þó til að ljúka við skráningu í framhaldsskóla þrátt fyrir að viðtöl fari ekki fram.

Frestur til forinnritunar rennur út 13. apríl næstkomandi. Sjá hér nánar um skráningu í framhaldskóla: https://mms.is/um-innritun. Hægt er að skoða allar námsbrautir á heimasíðum skólanna, t.d á fas.is.

Viðtöl munu fara fram eins fljótt og auðið er. Þá er hægt að yfirfara skráningu og breyta ef þess þarf. Ef einhverjar spurningar vakna hikið þá ekki við að hafa samband.

Bestu kveðjur,

Fríður Hilda Hafsteinsdóttir, starfs- og námsráðgjafi (fridur@fas.is) og Hildur Þórsdóttir, áfangastjóri (hildur@fas.is)

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...