FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

10.apr.2025

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það hefur þó alltaf verið talað um af og til að endurvekja hann. Forsvarsmenn nemendafélaganna í ME, VA og FAS hafa unnið að því í vetur og nú tókst að endurvekja þessa gömlu leika og þeir voru haldnir í gær, miðvikudag.

Stór hluti staðnemenda í FAS ásamt nokkrum kennurum lögðu af stað í gærmorgun með rútu til Egilsstaða þar sem leikarnar fóru fram að þessu sinni. Keppt var í blaki, fótbolta og körfubolta og voru spilaðir þrír leikir í hverri íþrótt. Þeir sem ekki tóku þátt í keppnum mynduðu stuðningslið FAS og létu óspart í sér heyra. Eftir mót bauð ME upp á hamborgara og á meðan á borðhaldi stóð var spilað Kahoot. Nemendur eru sammála um að ferðin hafi verið mjög skemmtileg og gaman að hitta nemendur úr hinum skólunum.

Áður en haldið var heim í gær var komið við á veitingastaðnum Aski þar sem hópurinn gæddi sér á pizzum og voru þeim gerð góð skil. Það var ánægður hópur sem kom til baka á Höfn um kvöldmatarleytið í gær. Og nú er búið að ákveða að næstu ólympíuleikar verði haldnir á Höfn.

 

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...