Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the modern-events-calendar-lite domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121

Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the google-analytics-dashboard-for-wp domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121
Til Svíþjóðar í boði Erasmus | FAS

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

16.apr.2025

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og kynnast sambærilegu námi þar. Í síðasta mánuði fóru nokkrir nemendur úr framhaldsnáminu í fjallamennsku til Svíþjóðar og nýttu til þess Erasmus+ aðildina. Hér á eftir fer frásögn ferðalanganna og nokkrar myndir fylgja.

Erasmus í Åre, Svíþjóð – ferðasaga fjallaleiðsögunema FAS
Þann 21. mars 2025 lögðu átta ævintýragjarnir nemendur úr framhaldsnámi fjallaleiðsögubrautar FAS upp í spennandi leiðangur til Åre í Svíþjóð, en ferðin er hluti af valáfanganum erlent skiptinám sem annars árs nemendum stendur til boða og er styrkt af Erasmus+. Með í för var mikið af útivistarbúnaði, enda framundan margbreytilegar áskoranir í ókunnu landi. Flugið fór beint frá Reykjavík til Stokkhólms, og þaðan hélt hópurinn áfram með lest til smábæjarins Järpen. Þar beið þeirra  hlýleg móttaka og heimsókn á pizzastað – kærkomið eftir langa og þreytandi ferð. Þar var stemmingin létt og hláturinn fylgdi með þegar hópurinn gæddi sér á dásamlegum pizzum seint um kvöld.

Laugardagur: Skandinavískt útivistarlíf og fyrstu kynni við náttúruna Rennfjallet
Laugardagurinn rann upp bjartur og nokkuð hlýr, með mjúku vetrarljósi. Þar sem lítið var um að vera í skólanum þann dag, ákváðu Olle og Jessica að nýta tækifærið og kynna okkur fyrir útivistarsvæði rétt fyrir utan bæinn, Åre Rennfjäll. Þetta er lítið en vel búið svæði með tveimur skíðalyftum, fjölbreyttum gönguskíða brautum og aðstöðu fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Við héldum af stað inn í skóginn á utanbrautargönguskíðum – náttúran ótrúlega friðsæl og falleg með mjúkum hæðum.
Í þessari fyrstu kynningu fengum við innsýn í hugmyndafræðina Friluftsliv, sem liggur djúpt í hjarta sænskrar menningar. Þetta er lífsstíll sem snýst um að vera úti í náttúrunni, njóta hennar í einfaldleika og rólegheitum – án tímapressu. Einnig kynntumst við Fíka, þessari rómuðu sænsku hvíldarstund þar sem fólk stoppar, drekkur kaffi, borðar bakkelsi og spjallar í góðum félagsskap. Þetta var eitthvað sem við tókum fljótt upp  og urðum ansi góð í.

Sunnudagur: Skíðasvæði Åre
Sunnudagurinn var frjáls og margir nýttu tækifærið til að heimsækja stóra Åre skíðasvæðið – sem kom okkur skemmtilega á óvart. Þetta var nútímalegt, fjölbreytt og vel við haldið svæði með fjölda lyfta og brekka í öllum erfiðleikastigum. Hér fann hver og einn eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það var þægilegt svig niður víðar brekkur eða spennandi utanbrautaraðstæður með stórbrotnu útsýni yfir fjallalandslagið.

Mánudagur: Kynning skólans
Á mánudeginum var formleg móttaka í skólanum. Okkur var heilsað með miklum tilþrifum – með svokölluðu víkingaklappi. Við hittum sænska nemendur, kynntum skólann okkar í FAS og fengum að kynnast kennsluháttum og lífinu í útivistar skólanum þeirra.

Þriðjudagur – fimmtudagur: Gönguskíðaleiðangur í Vålådalen
Þá hófst þriggja daga leiðangur á gönguskíðum undir leiðsögn tveggja reynslumikilla leiðsögunema frá skólanum. Við héldum af stað í Våladålen, snjóléttt dalalandslag umlukið þöndum fjöllum og skógi. Ferðin var skemmtileg í stilltu veðri og einstakri kyrrð. Fika og friluftsliv var fullnýtt. Fyrir einn í hópnum var þetta frekar rólegur dagur og náði hann að nota orkuna sinn í að höggva eldivið fyrir næstu tvær vikur. Skálaverðir voru einstaklega hrifnir að tilþrifum drengsins.
Við gistum tvær nætur í hlýlegum og einföldu skála sem nefnist Stensdals-skálinn. Þar var lítil, viðarofnknúin sauna sem fékk mikla notkun eftir langa skíðadag – og það má segja að enginn hafi farið óánægður út þaðan. Þetta var frábær kynning á sænskri menningu – friluftsliv í sinni tærustu mynd.

Föstudagur: Slökun og skoðunarferð
Eftir langa útivistardaga tók föstudagurinn á sig rólegri mynd. Sumir nemendur fóru til Duved og prófuðu sig áfram í klifurhúsinu þar, á meðan aðrir leyfðu sér afslappandi skoðunarferð í miðbæ Åre. Þetta var góður tími til að slaka á og melta reynsluna úr ferðinni.

Laugardagur: Fjallaskíði á Getryggen
Á laugardag fórum við á fjallaskíði á Getryggen, stórbrotið fjall í um 1382 metra hæð sem margir Svíar telja sitt uppáhalds fjallaskíðasvæði. Þó veðrið hafi leikið okkur grátt – við lentum í algjöru hvítmyrkri á leiðinni upp – var upplifunin eftirminnileg. Skyggnið var nánast ekkert, en um leið og við komum niður tók sólina á móti okkur, og útsýnið blasti við með ótrúlegri fegurð og friðsælu veðri. Það minnti óneitanlega á íslenska fjalladaga, þar sem allt getur breyst á örskotstundu. Samt held ég að flestir séu hrifnari af íslenski fjallaskíðun þar sem maður er oftast einn á ferð en gaman var að upplifa fjölbreytni í Svíþjóð. Um kvöldin var samkoma með kennurum og nemendum þar sem við flöttum út deig og bökuðum brauð á eldi, hreindýr og elgur voru steikt og einfaldar vefjur búnar til.

Sunnudagur: Lokadagur í náttúrunni
Síðasti dagurinn var nýttur á fjölbreyttan hátt. Tveir fóru til Trillevallen á skíði, einn fór á svigskíði í Åre, tveir héldu í utanbrautaskíðaferð til Björnu, og hinir fóru í gönguferð í nærliggjandi náttúru. Allir kusu að verja síðustu stundum á sínum eigin forsendum – í sinni útgáfu af friluftsliv.

Heimferð þar sem eldgos tók á móti okkur
Á mánudeginum kvöddum við skólann, þökkuðum Olle og Jessicu kærlega fyrir hlýjar móttökur, og héldum með lest í átt að flugvellinum – átta klukkustunda ferð í gegnum sænskt vetrarlandslag. Að kvöldi gistum við á einföldu og notalegu hosteli nálægt flugvelllinum og morguninn eftir, þann 1. apríl, héldum við heimleiðis – þar sem Ísland tók á móti okkur á dramatískan hátt með eldgosi.

 

Aðrar fréttir

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...