Staðan í FAS á öðrum degi takmörkunar á skólahaldi

17.mar.2020

Eins og við sögðum frá fyrir helgi var strax ákveðið hvernig ætti að bregðast við í FAS á meðan á samkomubanni stendur. Í flestum áföngum gildir stundataflan sem var gefin út fyrir önnina. Kennslan fer fram í gegnum fjarfundabúnað og nemendur fá fundarboð í gegnum tölvupóst.

Í hádeginu í dag var kennarafundur í FAS til að taka stöðuna á öðrum degi samkomubanns. Fundurinn var haldinn í fjarfundi og gekk það ljómandi vel. Reynslan þessa fyrstu daga er góð og nemendur mæta yfirleitt vel á fundina og eru virkir. Á tímum sem þessum skiptir miklu máli að lífið gangi sinn vanagang eins og hægt er miðað við aðstæður og allir geti unnið áfram að sínum áætlunum.

Á fundinum í dag var einnig ákveðið að umsjónarkennarar verði í sambandi við sína hópa á næstu dögum til að taka stöðuna. En við viljum hvetja alla sem hafa einhverjar spurningar varðandi fyrirkomulagið núna eða námið að hafa samband.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...