Staðan í FAS á öðrum degi takmörkunar á skólahaldi

17.mar.2020

Eins og við sögðum frá fyrir helgi var strax ákveðið hvernig ætti að bregðast við í FAS á meðan á samkomubanni stendur. Í flestum áföngum gildir stundataflan sem var gefin út fyrir önnina. Kennslan fer fram í gegnum fjarfundabúnað og nemendur fá fundarboð í gegnum tölvupóst.

Í hádeginu í dag var kennarafundur í FAS til að taka stöðuna á öðrum degi samkomubanns. Fundurinn var haldinn í fjarfundi og gekk það ljómandi vel. Reynslan þessa fyrstu daga er góð og nemendur mæta yfirleitt vel á fundina og eru virkir. Á tímum sem þessum skiptir miklu máli að lífið gangi sinn vanagang eins og hægt er miðað við aðstæður og allir geti unnið áfram að sínum áætlunum.

Á fundinum í dag var einnig ákveðið að umsjónarkennarar verði í sambandi við sína hópa á næstu dögum til að taka stöðuna. En við viljum hvetja alla sem hafa einhverjar spurningar varðandi fyrirkomulagið núna eða námið að hafa samband.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...