Staðan í fjallamennskunámi FAS

11.apr.2025

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn.

Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga að íslenskum aðstæðum. Enn fremur til að auðga íslenska ferðaþjónustu og móta ný tækifæri í ævintýraferðaþjónustu.

Núna hafa rúmlega 100 manns lokið námi í fjallamennsku og um 80% þeirra vinna nú í ferðaþjónustu og flestir þeirra í leiðsögn eða landvörslu.

Staðan eins og hún er núna er ekki það sem skólinn hefur verið að vinna að en er óumflýjanleg.

Vonandi finnst lausn til framtíðar þar sem þetta mikilvæga nám heldur áfram. Það er ósk okkar í FAS að námið verði áfram í nærsamfélaginu eins og það hefur verið að stórum hluta hingað til. Við munum styðja við það eftir bestu getu.

Við í FAS erum mjög stolt af fjallamennskunáminu og teljum að það hafi stuðlað að aukinni fagmennsku og bætt öryggi í ferðum til fjalla.  Við viljum þakka öllum þeim sem hafa komið að náminu í gegnum tíðina. Þar erum við að tala um þá sem hafa mótað námið, okkar frábæru kennara í fjallamennskunáminu, þá sem hafa staðið með okkur í að halda náminu áfram og síðast en ekki síst samfélaginu okkar sem alltaf er tilbúið að leggja okkur lið.

Það er okkur þó gleðiefni að segja frá því að skólinn er með leyfi frá Umhverfisstofnun til að bjóða upp á nám í landvörslu og það mun verða gert á næsta skólaári.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...