Afrakstur opinna daga og árshátíð

05.mar.2021

Eins og við sögðum frá fyrr í þessari viku voru árlegir opnir dagar í FAS frá mánudegi til miðvikudags. Það var margt sem nemendur fengust við þessa daga og hér má sjá dæmi um hvað var gert.

Hér má sjá kynningu frá hóp sem vann með þemað útivist

Hér má sjá kynningu frá hóp sem vann með þemað föndur list og menning

Hér má sjá kynningu frá hóp sem vann með þemað TikTok

Hápunktur skólaársins var í gærkveldi en þá var haldin árshátíð FAS í Sindrabæ. Einn hópanna á opnum dögum hefur veg og vanda að því að skipuleggja árshátíðina og sjá um skemmtiatriði. Það má með sanni segja að vel hafi tekist til. Í byrjun gættu árshátíðargestir sér á gómsætum smáréttum frá Kaffihorninu. Þá tók við fjöldasöngur sem nokkrir nemendur stýrðu. Í lokin voru svo skemmtiatriði þar sem var farið yfir það helsta á liðnu ári og sýnt myndband með alls kyns sprelli.
Takk krakkar fyrir góðar stundir í þessari viku.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...