Afrakstur opinna daga og árshátíð

05.mar.2021

Eins og við sögðum frá fyrr í þessari viku voru árlegir opnir dagar í FAS frá mánudegi til miðvikudags. Það var margt sem nemendur fengust við þessa daga og hér má sjá dæmi um hvað var gert.

Hér má sjá kynningu frá hóp sem vann með þemað útivist

Hér má sjá kynningu frá hóp sem vann með þemað föndur list og menning

Hér má sjá kynningu frá hóp sem vann með þemað TikTok

Hápunktur skólaársins var í gærkveldi en þá var haldin árshátíð FAS í Sindrabæ. Einn hópanna á opnum dögum hefur veg og vanda að því að skipuleggja árshátíðina og sjá um skemmtiatriði. Það má með sanni segja að vel hafi tekist til. Í byrjun gættu árshátíðargestir sér á gómsætum smáréttum frá Kaffihorninu. Þá tók við fjöldasöngur sem nokkrir nemendur stýrðu. Í lokin voru svo skemmtiatriði þar sem var farið yfir það helsta á liðnu ári og sýnt myndband með alls kyns sprelli.
Takk krakkar fyrir góðar stundir í þessari viku.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...