Afrakstur opinna daga og árshátíð

05.mar.2021

Eins og við sögðum frá fyrr í þessari viku voru árlegir opnir dagar í FAS frá mánudegi til miðvikudags. Það var margt sem nemendur fengust við þessa daga og hér má sjá dæmi um hvað var gert.

Hér má sjá kynningu frá hóp sem vann með þemað útivist

Hér má sjá kynningu frá hóp sem vann með þemað föndur list og menning

Hér má sjá kynningu frá hóp sem vann með þemað TikTok

Hápunktur skólaársins var í gærkveldi en þá var haldin árshátíð FAS í Sindrabæ. Einn hópanna á opnum dögum hefur veg og vanda að því að skipuleggja árshátíðina og sjá um skemmtiatriði. Það má með sanni segja að vel hafi tekist til. Í byrjun gættu árshátíðargestir sér á gómsætum smáréttum frá Kaffihorninu. Þá tók við fjöldasöngur sem nokkrir nemendur stýrðu. Í lokin voru svo skemmtiatriði þar sem var farið yfir það helsta á liðnu ári og sýnt myndband með alls kyns sprelli.
Takk krakkar fyrir góðar stundir í þessari viku.

Aðrar fréttir

Áfram halda opnir dagar

Áfram halda opnir dagar

Það hefur verið nóg um að vera á öðrum degi opinna daga í FAS. Líkt og í gær hófst dagurinn á nokkrum léttum morgunæfingum. Nemendur hafa síðan getað valið um ýmsa atburði og má þar t.d. nefna tölvuleiki, karokí, spil og pússl, snyrtibuddugerð, leiki í íþróttahúsi svo...

Opnir dagar í FAS

Opnir dagar í FAS

Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði. Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum...

Opnir dagar í næstu viku

Opnir dagar í næstu viku

Áfram flýgur tíminn. Nú er orðið bjart þegar við mætum í skólann og jafnvel má sjá ummerki um að vorið sé í nánd. Í þessari viku hafa staðið yfir miðannarviðtöl og í næstu viku verða opnir dagar en þá er hefðbundið nám sett til hliðar og nemendur fást við eitthvað...