FAS í öðru sæti í Lífshlaupinu

08.mar.2021

FAS er einn af heilsueflandi framhaldsskólum landsins og tekur reglulega þátt í ýmis konar áskorunum sem miða að því að auka hreyfingu allra. Á hverju ári stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir heilsu- og hvatningarverkefni sem kallast Lífshlaupið og er ætlað að höfða til allra aldurshópa. Og í nýliðnum febrúar var tveggja vikna átak í gangi þar sem m.a var keppni fyrir framhaldsskóla þar sem þátttakendur voru 16 ára eða eldri. Keppt var í þremur flokkum eftir fjölda nemenda í skólanum. Keppt er bæði um fjölda daga og fjölda mínútna hlutfallslega miðað við heildarfjölda nemenda í skólanum og var viðmiðið eftirfarandi; 3-399 nemendur, 400-999 nemendur og 1000 nemendur og fleiri. Hreyfing í keppninni getur verið af mörgum toga. Aðalatriðið er að hreyfa sig í a.m.k. 30 mínútur í hvert sinn.

Að þessu sinni voru nemendur og kennarar í sama liði og alls skráðu sig 33 í lið FAS; 11 starfsmenn og 22 nemendur. Þann 26. febrúar síðastliðinn hélt Íþrótta- og Ólympíusambandið uppskeruhátíð og þar kom í ljós að FAS hafnaði í öðru sæti í sínum flokki, bæði í fjölda daga og fjölda mínútna. Skólinn fékk senda verðlaunaskildi sem munu verða hengdir upp í skólanum.

Vel gert hjá okkur í FAS. Öll vitum við að hreyfing er góð fyrir alla og stuðlar að vellíðan. Höldum því áfram að hreyfa okkur reglulega.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...