FAS í öðru sæti í Lífshlaupinu

08.mar.2021

FAS er einn af heilsueflandi framhaldsskólum landsins og tekur reglulega þátt í ýmis konar áskorunum sem miða að því að auka hreyfingu allra. Á hverju ári stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir heilsu- og hvatningarverkefni sem kallast Lífshlaupið og er ætlað að höfða til allra aldurshópa. Og í nýliðnum febrúar var tveggja vikna átak í gangi þar sem m.a var keppni fyrir framhaldsskóla þar sem þátttakendur voru 16 ára eða eldri. Keppt var í þremur flokkum eftir fjölda nemenda í skólanum. Keppt er bæði um fjölda daga og fjölda mínútna hlutfallslega miðað við heildarfjölda nemenda í skólanum og var viðmiðið eftirfarandi; 3-399 nemendur, 400-999 nemendur og 1000 nemendur og fleiri. Hreyfing í keppninni getur verið af mörgum toga. Aðalatriðið er að hreyfa sig í a.m.k. 30 mínútur í hvert sinn.

Að þessu sinni voru nemendur og kennarar í sama liði og alls skráðu sig 33 í lið FAS; 11 starfsmenn og 22 nemendur. Þann 26. febrúar síðastliðinn hélt Íþrótta- og Ólympíusambandið uppskeruhátíð og þar kom í ljós að FAS hafnaði í öðru sæti í sínum flokki, bæði í fjölda daga og fjölda mínútna. Skólinn fékk senda verðlaunaskildi sem munu verða hengdir upp í skólanum.

Vel gert hjá okkur í FAS. Öll vitum við að hreyfing er góð fyrir alla og stuðlar að vellíðan. Höldum því áfram að hreyfa okkur reglulega.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...