FAS í öðru sæti í Lífshlaupinu

08.mar.2021

FAS er einn af heilsueflandi framhaldsskólum landsins og tekur reglulega þátt í ýmis konar áskorunum sem miða að því að auka hreyfingu allra. Á hverju ári stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir heilsu- og hvatningarverkefni sem kallast Lífshlaupið og er ætlað að höfða til allra aldurshópa. Og í nýliðnum febrúar var tveggja vikna átak í gangi þar sem m.a var keppni fyrir framhaldsskóla þar sem þátttakendur voru 16 ára eða eldri. Keppt var í þremur flokkum eftir fjölda nemenda í skólanum. Keppt er bæði um fjölda daga og fjölda mínútna hlutfallslega miðað við heildarfjölda nemenda í skólanum og var viðmiðið eftirfarandi; 3-399 nemendur, 400-999 nemendur og 1000 nemendur og fleiri. Hreyfing í keppninni getur verið af mörgum toga. Aðalatriðið er að hreyfa sig í a.m.k. 30 mínútur í hvert sinn.

Að þessu sinni voru nemendur og kennarar í sama liði og alls skráðu sig 33 í lið FAS; 11 starfsmenn og 22 nemendur. Þann 26. febrúar síðastliðinn hélt Íþrótta- og Ólympíusambandið uppskeruhátíð og þar kom í ljós að FAS hafnaði í öðru sæti í sínum flokki, bæði í fjölda daga og fjölda mínútna. Skólinn fékk senda verðlaunaskildi sem munu verða hengdir upp í skólanum.

Vel gert hjá okkur í FAS. Öll vitum við að hreyfing er góð fyrir alla og stuðlar að vellíðan. Höldum því áfram að hreyfa okkur reglulega.

Aðrar fréttir

Áfram halda opnir dagar

Áfram halda opnir dagar

Það hefur verið nóg um að vera á öðrum degi opinna daga í FAS. Líkt og í gær hófst dagurinn á nokkrum léttum morgunæfingum. Nemendur hafa síðan getað valið um ýmsa atburði og má þar t.d. nefna tölvuleiki, karokí, spil og pússl, snyrtibuddugerð, leiki í íþróttahúsi svo...

Opnir dagar í FAS

Opnir dagar í FAS

Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði. Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum...

Opnir dagar í næstu viku

Opnir dagar í næstu viku

Áfram flýgur tíminn. Nú er orðið bjart þegar við mætum í skólann og jafnvel má sjá ummerki um að vorið sé í nánd. Í þessari viku hafa staðið yfir miðannarviðtöl og í næstu viku verða opnir dagar en þá er hefðbundið nám sett til hliðar og nemendur fást við eitthvað...