Tómas Orri meistari í Hornafjarðarmanna

02.mar.2021

Fyrri hluta vikunnar standa yfir opnir dagar í FAS. Þá eru skólabækurnar lagðar til hliðar í þrjá daga og nemendur fást við önnur verkefni sem þeir hafa valið sjálfir. Þeir hópar sem nú starfa eru; útvarpshópur, útivistarhópur, föndurhópur, TikTokhópur, kósýhópur og svo loks hópur sem undirbýr árshátíð en hún verður haldin fimmtudagskvöldið 4. mars.

Um langt árabil hefur Hornafjarðarmanni verið spilaður á opnum dögum og í ár var engin undantekning á því. Það var sjálfur útbreiðslustjórinn Albert Eymundsson sem kom og stjórnaði mótinu. Í byrjun var spilað á 11 borðum en eftir því sem leið á spilið fækkaði þátttakendum. Þegar kom að úrslitaspilinu áttust við; Hans Markús, Steinar Logi og Tómas Orri. Eftir nokkrar sviptingar í spilinu stóð Tómas Orri uppi sem sigurvegari og ber því sæmdarheitið Framhaldsskólameistari í Hornafjarðarmanna 2021. Þrír efstu fengu viðurkenningu fyrir þátttökuna og árangurinn.
Til hamingju strákar með þrjú efstu sætin og takk fyrir spilamennskuna í dag öll.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...