Tómas Orri meistari í Hornafjarðarmanna

02.mar.2021

Fyrri hluta vikunnar standa yfir opnir dagar í FAS. Þá eru skólabækurnar lagðar til hliðar í þrjá daga og nemendur fást við önnur verkefni sem þeir hafa valið sjálfir. Þeir hópar sem nú starfa eru; útvarpshópur, útivistarhópur, föndurhópur, TikTokhópur, kósýhópur og svo loks hópur sem undirbýr árshátíð en hún verður haldin fimmtudagskvöldið 4. mars.

Um langt árabil hefur Hornafjarðarmanni verið spilaður á opnum dögum og í ár var engin undantekning á því. Það var sjálfur útbreiðslustjórinn Albert Eymundsson sem kom og stjórnaði mótinu. Í byrjun var spilað á 11 borðum en eftir því sem leið á spilið fækkaði þátttakendum. Þegar kom að úrslitaspilinu áttust við; Hans Markús, Steinar Logi og Tómas Orri. Eftir nokkrar sviptingar í spilinu stóð Tómas Orri uppi sem sigurvegari og ber því sæmdarheitið Framhaldsskólameistari í Hornafjarðarmanna 2021. Þrír efstu fengu viðurkenningu fyrir þátttökuna og árangurinn.
Til hamingju strákar með þrjú efstu sætin og takk fyrir spilamennskuna í dag öll.

Aðrar fréttir

Áfram halda opnir dagar

Áfram halda opnir dagar

Það hefur verið nóg um að vera á öðrum degi opinna daga í FAS. Líkt og í gær hófst dagurinn á nokkrum léttum morgunæfingum. Nemendur hafa síðan getað valið um ýmsa atburði og má þar t.d. nefna tölvuleiki, karokí, spil og pússl, snyrtibuddugerð, leiki í íþróttahúsi svo...

Opnir dagar í FAS

Opnir dagar í FAS

Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði. Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum...

Opnir dagar í næstu viku

Opnir dagar í næstu viku

Áfram flýgur tíminn. Nú er orðið bjart þegar við mætum í skólann og jafnvel má sjá ummerki um að vorið sé í nánd. Í þessari viku hafa staðið yfir miðannarviðtöl og í næstu viku verða opnir dagar en þá er hefðbundið nám sett til hliðar og nemendur fást við eitthvað...