Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the wp-pagenavi domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114

Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the breadcrumb-navxt domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Fréttir | FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku.

Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar Elíasson, Hafdís Ósk Harðardóttir, Mateja Nikoletic, Siggerður Egla Hjaltadóttir og Sonja Shíí Kristjánsdóttir.

Úr grunnnámi fjallamennsku útskrifast; Áskell Þór Gíslason, Dusan Mercak, Eyvindur Þorsteinsson, Guðrún María Þorsteinsdóttir, Gunnar Örn Óskarsson, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Karolina Magdalena Szymczyk, Karólína Ósk Erlingsdóttir, Maria Johanna van Dijk, Selma Sigurðardóttir Malmquist, Sigmar Breki Sigurðsson, Silja Þórunn Arnfinnsdóttir, Steinar Eiríkur Kristjánsson, Svenja Harms, Villimey Líf Friðriksdóttir og Weronika Rusek.

Bestum árangri á stúdentprófi að þessu sinn nær Anna Lára Grétarsdóttir. Hún fær 10 í meðaleinkunn og er þetta í annað skipti í sögu skólans sem nemandi nær þessum árangri.

Starfsfólk FAS óskar útskriftarnemendum öllum til hamingju með áfangann og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

 

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í vetur, en krafa áfangans er að þau skipuleggi ferð þar sem er gengið á hájökli, í fjalllendi, í krefjandi landslagi rötunarlega séð og þar sem gist er í tjaldi. Áfanginn er sjö dagar og í ár ákváðu nemendur að byrja á að leggja af stað í þriggja daga ferð í Skaftafellsfjöll þar sem hópurinn gisti í tvær nætur í Kjós og gekk á Ragnarstind og Miðfellstind í jaðri Vatnajökuls. Frá tindunum fengum við útsýni yfir Vatnajökul, Öræfajökul og Skaftafellsfjöll. Við komum svo niður úr fjöllunum áður en það fór að rigna og hvessa og á rigningardegi tókum við einskonar hvíldardag og fórum á kayak á Heinabergslóni með Iceguide.

Næst skipulögðu nemendur annars vegar dagsferð á Vestari-Hnapp í Öræfajökli og hins vegar á Fláajökul frá Bólstaðafossi. Dagurinn á Hnappi gekk mjög vel og hópurinn náði toppnum. Auk þess náðu þau að hífa kennara upp úr sprungu sem ‘óvart’ datt þar ofan í. Hópurinn á Fláajökli skoðaði landslag jökulsins og setti upp ísklifur. Á síðasta degi áfangans var farið yfir hvernig á að setja upp kerfi til að tryggja sjúkling niður í börum í fjallabjörgun.

Við kennararnir í fjallamennskunáminu erum stolt að horfa á eftir þessum flotta hópi útskrifast og hlökkum til að sjá mörg þeirra aftur í haust þegar þau koma í framhaldsnámið.

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga – það sem átti að vera einnar nætur stopp varð því þrjár nætur. En lítið hægt að kvarta yfir því í jarðhita-upp-hituðum skála með gufubaði og sturtu.

Eftir þetta langa stopp í Grímsvatna SPA var kominn tími til að haska sér heim á leið. Það var gert með því að fara niður á Breiðarmerkurjökul milli Mávabyggða og Esjufjalla og leggja að baki rúmlega 60km á tveimur dögum. Það er hörkuhópur sem klárar þannig verkefni!

Allt í allt frábær túr og ljúfsárt að kveðja nemendurna eftir tveggja ára samvistir á fjöllum.

 

Evrópusamvinnuverkefni FAS valið sem fyrirmyndarverkefni Erasmus+

FAS hefur lengi verið þátttakandi í fjölbreyttri Evrópusamvinnu bæði í formi nemendaskipta- og námsefnisgerðarverkefna. Öll hafa þessi verkefni verið unnin í anda Evrópusamstarfs þar sem áhersla er á að auka víðsýni og þekkingu þátttakenda á aðstæðum og menningu samstarfsaðilanna og heimalöndum þeirra.

Á þessu ári eru 30 ár síðan EES samningurinn var undirritaður en hann veitti Íslandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og aukin tækifæri til samstarfs í Evrópu. Í tilefni af þeim tímamótum bauð Rannís, Utanríkisráðuneytið, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og Sendinefnd ESB á Íslandi til afmælishátíðar miðvikudaginn 8. maí sl. Á þessari afmælishátíð sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands opnaði var góðum árangri Evrópusamvinnunnar fagnað með kynningu á nokkrum verkefnum sem metin voru sem fyrirmyndarverkefni. Námsefnisgerðarverkefnið ADVENT sem hannað var og stýrt af FAS var valið af Landsskrifstofu Erasmus+ sem fyrirmyndaverkefni og þáði FAS boðið. Hulda Laxdal Hauksdóttir verkefnastjóri ADVENT kynnti verkefnið og gaman er að geta þess að verkefni frá Nýheimum fékk einnig viðurkenningu og voru þær Hugrún Harpa Reynisdóttir og Kristín Vala Þrastardóttir á svæðinu að kynna sitt verkefni.

ADVENT sem er skammstöfun fyrir enska heiti verkefnisins, Adventure Tourism in Vocational Education and Training var þriggja ára verkefni sem stóð frá 2017 – 2020 þar sem unnið var með ferðaþjónustufyrirtækjum og stofnunum í ævintýraferðaþjónustu, skólum og rannsóknarstofnunum í Finnlandi, Skotlandi og á Íslandi. Gaman er að geta þess að við styrkveitingu úr sjóðum Erasmus+ fékk ADVENT lang hæsta styrk ársins 2017. Í ADVENT var unnið með nýstárlegri aðferð að námsefnisgerð þar sem starfandi aðilar í ævintýraferðaþjónustu mótuðu námsefni út frá greiningu sinni á þörf fyrir símenntun innan greinarinnar. Ferðaþjónustufyrirtæki hvers þátttökulands unnu, með aðstoð skólanna og rannsóknastofnananna að því að hanna og skipuleggja námskeið sem þeir byggðu á sinni eigin hæfni og sérhæfingu og ætlað var að mæta þörfum greinarinnar á hverjum stað. Alls voru unnin níu námskeið og voru þrjú þeirra prufukeyrð í hverju þátttökulandi verkefnisins. Námskeiðin voru þessi:

Finnland:
Fræðst um staðhætti
Vöruvæðing ævintýraupplifunar
Hvernig ævintýraferðamaður ert þú?

Ísland:
Ævintýri á jökli
Hið staðbundna; vöruvæðing og nýsköpun
Að segja sögur með snjallsímum

Skotland:
Sjálfsuppbygging í náttúrunni
Leiðsögn og túlkun
Túlkun strandsvæða

Hægt er að kynna sér ADVENT verkefnið á heimasíðu þess: https://adventureedu.eu/is

Síðustu ár hefur FAS litið svo á að tenging skólans út í samfélagið og atvinnulífið sé mikilvægur þáttur skólastarfsins og frá því að ADVENT verkefnið hófst hefur skólinn verið virkur þáttakandi í evrópskri námsefnisgerð sem styður við símenntun aðila á vinnumarkaði í álfunni. Það var því mikill heiður fyrir skólann að fá þessa gæðaviðurkenningu frá Rannís og Erasmus+. Þessi viðurkenning er ekki síst til komin vegna góðrar vinnu verkefnisstjórans á Íslandi. Til hamingu Hulda með flott verkefni.

 

 

 

 

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér.

Eins og undanfarin ár var væntanlegum útskriftarefnum boðið í morgunmat með starfsfólki skólans og átti hópurinn notalega stund saman og naut kræsinga hjá Sigrúnu. Flestir útskriftarnemendur taka þátt í að dimmitera en það er þó ekki algilt og svo er einnig að þessu sinni.

Síðasti kennsludagur annarinnar er á morgun, þriðjudag og eftir það taka lokamatsviðtöl við. Við óskum útskriftarnemendum sem og öllum öðrum nemendum góðs gengis í vinnunni framundan.

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS.

Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem flesta.