Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

06.des.2024

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er í 11. flokki Sindra í körfubolta og spilar einnig með meistaraflokki.

Æfingar hópsins fara fram rétt fyrir jól og eru mikilvægt skref í undirbúningi landsliðsins fyrir komandi keppnistímabil. Þetta er frábær viðurkenning á hæfileikum og vinnusemi Hilmars Óla, sem hefur lagt hart að sér bæði á körfuboltavellinum og í námi á afreksíþróttasviðinu í FAS.

Við óskum Hilmari Óla innilega til hamingju með valið og hlökkum til að fylgjast með honum á komandi æfingum og verkefnum með landsliðinu!

Aðrar fréttir

Samfélagslögreglan í kjúklingasúpu og kynningu í FAS

Samfélagslögreglan í kjúklingasúpu og kynningu í FAS

Í dag var samfélagslögreglunni boðið í hádegisverð í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS), þar sem nemendur og starfsfólk nutu saman dásamlegrar kjúklingasúpu. Í kjölfarið hélt samfélagslögreglan stutta kynningu fyrir nemendur, þar sem áhersla var lögð á...

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Snjóflóðanámskeið framhaldshópsins í fjallamennskunámi FAS var haldið á Dalvík, 21.-26. febrúar. Eins og fram hefur komið hafa snjóaðstæður á landinu verið heldur fátæklegar og snjóalög erfið. Því var meiri áhersla lögð á leiðsögn, undirbúning, veður og skipulag á...

Hárið frumsýnt á laugardag

Hárið frumsýnt á laugardag

Söngleikurinn Hárið verður frumsýndur í Mánagarði næstkomandi laugardag undir leikstjórn Svandísar Dóru Einarsdóttur. Samstarf á milli Leikfélags Hornafjarðar og FAS á sér langa sögu og í gegnum tíðina hafa fjölmargir nemendur tekið þátt í uppfærslum. Þeir nemendur...