Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er í 11. flokki Sindra í körfubolta og spilar einnig með meistaraflokki.
Æfingar hópsins fara fram rétt fyrir jól og eru mikilvægt skref í undirbúningi landsliðsins fyrir komandi keppnistímabil. Þetta er frábær viðurkenning á hæfileikum og vinnusemi Hilmars Óla, sem hefur lagt hart að sér bæði á körfuboltavellinum og í námi á afreksíþróttasviðinu í FAS.
Við óskum Hilmari Óla innilega til hamingju með valið og hlökkum til að fylgjast með honum á komandi æfingum og verkefnum með landsliðinu!