Námskeið í landvörslu í FAS

06.des.2024

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir.

FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið byggir á námskrá Umhverfisstofnunar (UST) og spannar 110 kennslustundir og verður blanda af fjarnámi og staðnámi. Bóklegi hluti námsins fer fram í fjarnámi í formi fyrirlestra og erinda frá sérfræðingum á ýmsum sviðum sem snerta náttúruvernd og landvörslu. Verklegi hluti námsins fer fram í staðnámi dagana 3. – 7. apríl á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs (VJÞ), þ.e. í  Skaftafelli og hjá Jökulsárlóni.

Hér er hægt að nálgast nánari uppýsingar um námskeiðið og einnig að sækja um. Það er Íris Ragnarsdóttir Pedersen sem verður umsjónarkennari námskeiðsins og hún tekur við öllum spurningum á netfanginu irispedersen@fas.is

Meðfylgjandi mynd sýnir landvörð kanna aðstæður í einum af íshellum Vatnajökulsþjóðgarðs.

Aðrar fréttir

Samfélagslögreglan í kjúklingasúpu og kynningu í FAS

Samfélagslögreglan í kjúklingasúpu og kynningu í FAS

Í dag var samfélagslögreglunni boðið í hádegisverð í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS), þar sem nemendur og starfsfólk nutu saman dásamlegrar kjúklingasúpu. Í kjölfarið hélt samfélagslögreglan stutta kynningu fyrir nemendur, þar sem áhersla var lögð á...

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Snjóflóðanámskeið framhaldshópsins í fjallamennskunámi FAS var haldið á Dalvík, 21.-26. febrúar. Eins og fram hefur komið hafa snjóaðstæður á landinu verið heldur fátæklegar og snjóalög erfið. Því var meiri áhersla lögð á leiðsögn, undirbúning, veður og skipulag á...

Hárið frumsýnt á laugardag

Hárið frumsýnt á laugardag

Söngleikurinn Hárið verður frumsýndur í Mánagarði næstkomandi laugardag undir leikstjórn Svandísar Dóru Einarsdóttur. Samstarf á milli Leikfélags Hornafjarðar og FAS á sér langa sögu og í gegnum tíðina hafa fjölmargir nemendur tekið þátt í uppfærslum. Þeir nemendur...