Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir.
FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir á námskrá Umhverfisstofnunar (UST) og spannar 110 kennslustundir og verður blanda af fjarnámi og staðnámi. Bóklegi hluti námsins fer fram í fjarnámi í formi fyrirlestra og erinda frá sérfræðingum á ýmsum sviðum sem snerta náttúruvernd og landvörslu. Verklegi hluti námsins fer fram í staðnámi dagana 3. – 7. apríl á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs (VJÞ), þ.e. í Skaftafelli og hjá Jökulsárlóni.
Hér er hægt að nálgast nánari uppýsingar um námið og einnig að sækja um námið. Það er Íris Ragnarsdóttir Pedersen sem verður umsjónarkennari áfangans og hún tekur við öllum spurningum á netfanginu irispedersen@fas.is
Meðfylgjandi mynd sýnir landvörð kanna aðstæður í einum af íshellum Vatnajökulsþjóðgarðs.