Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir matargestanna klæddust jólalegum fatnaði og einhverjir fundu aðra leið til minna á að jólin séu að nálgast.
Matnum voru gerð góð skil og allir áttu notalega stund saman. Framundan er svo lokatörnin þar sem nemendur eru að skila námsgögnum og fara í lokamatsviðtöl.