Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag.
Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá er opið fyrir skráningar þar til 15. janúar. Best er að drífa í því sem fyrst svo hægt sé að komast af stað í náminu. Yfirlit yfir námsframboð er finna hér og hægt er að sækja um nám á þessum tengli.
Við í FAS tökum eftir því að daginn er aðeins tekið að lengja og fyrir flesta bætir það og kætir.