Skólastarf vorannar komið á skrið

08.jan.2025

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag.

Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá er opið fyrir skráningar þar til 15. janúar. Best er að drífa í því sem fyrst svo hægt sé að komast af stað í náminu. Yfirlit yfir námsframboð er finna hér og hægt er að sækja um nám á þessum tengli.

Við í FAS tökum eftir því að daginn er aðeins tekið að lengja og fyrir flesta bætir það og kætir.

 

Aðrar fréttir

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...

Mikið um að vera í FAS

Mikið um að vera í FAS

Í þessari viku er margt um manninn í FAS en hér eru nemendur í heimsókn frá Finnlandi og Noregi. Þetta eru nemendur sem taka þátt í Nordplus samstarfsverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir. Allir þrír skólarnir í verkefninu eiga það sameiginlegt að vera í...