Jólafrí og upphaf vorannar

19.des.2024

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum.

Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá umsjónarkennurum sínum. Klukkan 9:00 verður kennt eftir hraðtöflu þar sem verður farið yfir skipulag annarinnar í hverjum áfanga. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 7. janúar.

Starfsfólk FAS sendir nemendum sínum sem og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og vonar að nýtt ár verði farsælt og gefandi.

Aðrar fréttir

Samfélagslögreglan í kjúklingasúpu og kynningu í FAS

Samfélagslögreglan í kjúklingasúpu og kynningu í FAS

Í dag var samfélagslögreglunni boðið í hádegisverð í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS), þar sem nemendur og starfsfólk nutu saman dásamlegrar kjúklingasúpu. Í kjölfarið hélt samfélagslögreglan stutta kynningu fyrir nemendur, þar sem áhersla var lögð á...

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Snjóflóðanámskeið framhaldshópsins í fjallamennskunámi FAS var haldið á Dalvík, 21.-26. febrúar. Eins og fram hefur komið hafa snjóaðstæður á landinu verið heldur fátæklegar og snjóalög erfið. Því var meiri áhersla lögð á leiðsögn, undirbúning, veður og skipulag á...

Hárið frumsýnt á laugardag

Hárið frumsýnt á laugardag

Söngleikurinn Hárið verður frumsýndur í Mánagarði næstkomandi laugardag undir leikstjórn Svandísar Dóru Einarsdóttur. Samstarf á milli Leikfélags Hornafjarðar og FAS á sér langa sögu og í gegnum tíðina hafa fjölmargir nemendur tekið þátt í uppfærslum. Þeir nemendur...