Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

17.jan.2025

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar. Þar er stefnt að því að það verði viðburður í hverri viku. Það er stjórn klúbba í samráði við nemendafélagið sem skipuleggur viðburði. Eins og undanfarin ár eru það formenn klúbba ásamt forsvarsmönnum nemendafélagsins sem mynda nemendaráð. Þeim til aðstoðar og tengiliður við skólann er Jóhann Bergur Kiesel.

Í næstu viku verður fyrsti formlegi fundur annarinnar. Að sjálfsögðu eru allir nemendur hvattir til að taka þátt í klúbbum og viðburðum því án nemenda verður ekkert félagslíf.

Aðrar fréttir

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

Nýheimadagurinn var haldinn 30. janúar þar sem stofnanir Nýheima kynntu starfsemi sína. FAS tók þátt í þessum degi og kynnti Hulda Laxdal Hauksdóttir skólann og þá sérstaklega eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem þar eru unnin. Verkefnið sem var kynnt er Erasmus+...

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Fyrr í þessari viku fóru nemendur á starfsbraut í FAS í heimsókn út í Ósland þar sem rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess er til húsa. Þessi heimsókn er í áfanga sem heitir Starfakynning þar sem markmiðið er að nemendur kynnist hvað felst í störfum og hvaða nám er á...

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

Við höfum sagt frá því áður að á þessu skólaári tekur FAS þátt í samstarfsverkefninu HeimaHöfn með Þekkingarsetri Nýheima og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar er verið að vinna með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal...