Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar. Þar er stefnt að því að það verði viðburður í hverri viku. Það er stjórn klúbba í samráði við nemendafélagið sem skipuleggur viðburði. Eins og undanfarin ár eru það formenn klúbba ásamt forsvarsmönnum nemendafélagsins sem mynda nemendaráð. Þeim til aðstoðar og tengiliður við skólann er Jóhann Bergur Kiesel.
Í næstu viku verður fyrsti formlegi fundur annarinnar. Að sjálfsögðu eru allir nemendur hvattir til að taka þátt í klúbbum og viðburðum því án nemenda verður ekkert félagslíf.