Til hamingju Fókus
Vá - það má segja að þið hafið aldeilis átt erindi í höfuðstaðinn!! Frábært hjá ykkur og innilega til hamingju með öll verðlaunin. Nú erum við öll í FAS að rifna af monti.
Söngkeppni og músíktilraunir
Á morgun, 1. apríl verður Söngkeppni framhaldsskólanna haldin í Hinu Húsinu og verður streymt beint frá keppninni á Stöð2 Vísi. En eins og við sögðum frá fyrr í vikunni er hún Isabella Tigist að keppa fyrir FAS. Símakosning vegur mikið um úrslit og hefst hún á sama...
Opið fyrir umsóknir í fjallanámi FAS
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í fjallamennskunáminu okkar í FAS. Námið hefur verið endurskipulagt til að mæta sem best þörfum nemenda. Námið samsett úr verklegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi. Eins og áður er boðið upp á grunnnám í fjallamennsku annars...
Fókus í úrslit Músiktilrauna
Fyrir nokkru sögðum við frá því að stúlknabandið Fókus ætlaði að taka þátt í Músiktilraunum en þar hefur fjöldi hljómsveita komið fram fjögur síðustu kvöld í undankeppninni. Hvert kvöld hefur salurinn valið eina hljómsveit áfram og dómnefnd aðra. Það var þó vitað að...
Isabella Tigist í Söngkeppni framhaldsskólanna
Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin laugardaginn 1. apríl í Hinu húsinu í Reykjavík. Allir framhaldsskólar landsins geta sent einn keppenda fyrir sína hönd. FAS hefur oft tekið þátt í söngkeppninni og svo er einnig nú. Það er hún Isabella Tigist sem verður...
Vetrarferð fjallamennskunemenda
Fjallamennskunemendur FAS fóru í vetrarferð 24. - 28. febrúar og 9. - 13. mars en hópnum var skipt í tvennt. Örlítil áherslubreyting hefur orðið á áfanganum síðan hann var kenndur síðast en meginmarkmið hans nú er að undirbúa nemendur til að hugsa um sig sjálf í...