Trjágróðurinn á Skeiðarársandi

31.ágú.2023

Í dag var komið að árlegri ferð á Skeiðarársandinn en þangað hafa nemendur frá FAS farið frá árinu 2009. Skólinn er þar með fimm gróðurreiti og er farið til að skoða breytingar sem eiga sér stað á milli ára. Það voru tæpir tveir tugir sem fóru í ferðina í dag og gekk allt ljómandi vel.

Það er margt sem er verið að skoða hverju sinni. Það er t.d. reynt að áætla gróðurþekju í hverjum reit, nemendur læra að þekkja mismunandi plöntutegundir. Allar trjáplöntur innan hvers reit eru taldar og flokkaðar. Ef trjáplöntur eru hærri en 10 cm þarf að mæla hæð þeirra og mestan ársvöxt hverrar plöntu. Þá er horft eftir ummerkjum um beit eða afrán skordýra. Allar upplýsingar eru skráðar skilmerkilega á til þess gerð eyðublöð. Við tókum eftir allmörgum trjám þar sem hluti plöntunnar virtist líflítill eða jafnvel dauður. Við vitum að það hefur verið óvenju þurrt síðustu vikur og mánuði og það gæti verið möguleg skýring.

Næstu daga munu nemendur svo skoða gögnin nánar og vinna úr upplýsingum. Á endanum skila nemendur svo skýrslu um ferðina.

Svona ferðir á vettvangi eru alltaf mjög lærdómsríkar og skila oft mun meiru en seta inni í kennslustofu. Það var heldur ekki að sjá annað en allir væru sáttir með ferðina í dag.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...