Trjágróðurinn á Skeiðarársandi

31.ágú.2023

Í dag var komið að árlegri ferð á Skeiðarársandinn en þangað hafa nemendur frá FAS farið frá árinu 2009. Skólinn er þar með fimm gróðurreiti og er farið til að skoða breytingar sem eiga sér stað á milli ára. Það voru tæpir tveir tugir sem fóru í ferðina í dag og gekk allt ljómandi vel.

Það er margt sem er verið að skoða hverju sinni. Það er t.d. reynt að áætla gróðurþekju í hverjum reit, nemendur læra að þekkja mismunandi plöntutegundir. Allar trjáplöntur innan hvers reit eru taldar og flokkaðar. Ef trjáplöntur eru hærri en 10 cm þarf að mæla hæð þeirra og mestan ársvöxt hverrar plöntu. Þá er horft eftir ummerkjum um beit eða afrán skordýra. Allar upplýsingar eru skráðar skilmerkilega á til þess gerð eyðublöð. Við tókum eftir allmörgum trjám þar sem hluti plöntunnar virtist líflítill eða jafnvel dauður. Við vitum að það hefur verið óvenju þurrt síðustu vikur og mánuði og það gæti verið möguleg skýring.

Næstu daga munu nemendur svo skoða gögnin nánar og vinna úr upplýsingum. Á endanum skila nemendur svo skýrslu um ferðina.

Svona ferðir á vettvangi eru alltaf mjög lærdómsríkar og skila oft mun meiru en seta inni í kennslustofu. Það var heldur ekki að sjá annað en allir væru sáttir með ferðina í dag.

Aðrar fréttir

Gengið um Víknaslóðir

Gengið um Víknaslóðir

Vel lukkuðum rötunar- og útivistaráfanga í fjallanámi FAS lauk fyrr í þessum mánuði. Þar fengu nemendur að spreyta sig í undirbúningi og framkvæmd á fjögurra daga göngu í óbyggðum. Ferðinni var heitið á Víknaslóðir þar sem gengnir voru ýmsir slóðar frá Borgarfirði til...

Jákvæð samskipti í FAS

Jákvæð samskipti í FAS

Þessa vikuna stendur yfir íþróttavika í sveitarfélaginu okkar. Markmiðið með íþróttavikunni er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir alla og er lögð áhersla á allir geti stundað einhvers konar íþróttir. Þar skiptir aldur, bakgrunnur eða líkamlegt ástand ekki máli. Það...

Jökla 2 AIMG námskeið

Jökla 2 AIMG námskeið

Þrír nemendur Fjallamennsku FAS stóðust á dögunum próf Félags Íslenskra Fjallaleiðsögumanna í Jöklaleiðsögn 2. Þetta var annað af þremur prófum sem hægt er að taka á þessu sviði og það síðasta sem boðið er upp á fyrir nemendur FAS. Einungis þeir nemendur sem hafa...