Trjágróðurinn á Skeiðarársandi

31.ágú.2023

Í dag var komið að árlegri ferð á Skeiðarársandinn en þangað hafa nemendur frá FAS farið frá árinu 2009. Skólinn er þar með fimm gróðurreiti og er farið til að skoða breytingar sem eiga sér stað á milli ára. Það voru tæpir tveir tugir sem fóru í ferðina í dag og gekk allt ljómandi vel.

Það er margt sem er verið að skoða hverju sinni. Það er t.d. reynt að áætla gróðurþekju í hverjum reit, nemendur læra að þekkja mismunandi plöntutegundir. Allar trjáplöntur innan hvers reit eru taldar og flokkaðar. Ef trjáplöntur eru hærri en 10 cm þarf að mæla hæð þeirra og mestan ársvöxt hverrar plöntu. Þá er horft eftir ummerkjum um beit eða afrán skordýra. Allar upplýsingar eru skráðar skilmerkilega á til þess gerð eyðublöð. Við tókum eftir allmörgum trjám þar sem hluti plöntunnar virtist líflítill eða jafnvel dauður. Við vitum að það hefur verið óvenju þurrt síðustu vikur og mánuði og það gæti verið möguleg skýring.

Næstu daga munu nemendur svo skoða gögnin nánar og vinna úr upplýsingum. Á endanum skila nemendur svo skýrslu um ferðina.

Svona ferðir á vettvangi eru alltaf mjög lærdómsríkar og skila oft mun meiru en seta inni í kennslustofu. Það var heldur ekki að sjá annað en allir væru sáttir með ferðina í dag.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...