FAS með innlegg á norrænu heimsminjaráðstefnunni

07.sep.2023

Þessa vikuna er mikið um að vera á Kirkjubæjarklaustri. Þar ber hæst norræn heimsminjaráðstefna sem haldin er í nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Sönghól. Gestir á ráðstefnunni eru vel yfir hundrað og koma víða að. Þema ráðstefnunnar í ár er Samfélag og samvinna – í takt við náttúruna. Það er stefna þjóðgarðsins að stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu sem skapar störf og leggur jafnframt áherslu á staðbundna menningu. Á ráðstefnunni eru bæði innlendir og erlendir fyrirlesarar úr röðum fagfólks og sérfræðinga.

FAS hefur lengi átt mikil og góð samskipti við þjóðgarðinn. Það á við bæði með fræðslu af hálfu þjóðgarðsins og einnig hefur verið auðsótt að koma með nemendur í heimsókn. Það gildir bæði fyrir íslenska nemendur og eins nemendur í erlendum samstarfsverkefnum. Með tilkomu fjallamennskunámsins í FAS hafa samskipti skólans og þjóðgarðsins aukist enn því mörg af námskeiðum í fjallamennsku fara fram innan þjóðgarðsins.

Okkur í FAS þótti það mikill heiður að vera beðin um að vera með málstofu á ráðstefnunni og fá að kynna skólann, hvernig samstarfinu hefur verið háttað í gegnum tíðina og hver ávinningurinn af samstarfinu er. Það voru þær Hjördís og Svanhvít Helga sem sáu um málstofuna fyrir FAS og mættu ríflega 40 gestir til að hlýða á erindi þeirra. Eftir kynninguna voru umræður og sýndu gestirnir sérstakan áhuga á náminu í fjallamennsku og hvernig það eflir bæði samfélagið og samvinnuna við þjóðgarðinn. Myndirnar sem fylgja fréttinni eru fengnar af fésbókarsíðu Rannsóknarsetursins á Hornafirði.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...