FAS með innlegg á norrænu heimsminjaráðstefnunni

07.sep.2023

Þessa vikuna er mikið um að vera á Kirkjubæjarklaustri. Þar ber hæst norræn heimsminjaráðstefna sem haldin er í nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Sönghól. Gestir á ráðstefnunni eru vel yfir hundrað og koma víða að. Þema ráðstefnunnar í ár er Samfélag og samvinna – í takt við náttúruna. Það er stefna þjóðgarðsins að stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu sem skapar störf og leggur jafnframt áherslu á staðbundna menningu. Á ráðstefnunni eru bæði innlendir og erlendir fyrirlesarar úr röðum fagfólks og sérfræðinga.

FAS hefur lengi átt mikil og góð samskipti við þjóðgarðinn. Það á við bæði með fræðslu af hálfu þjóðgarðsins og einnig hefur verið auðsótt að koma með nemendur í heimsókn. Það gildir bæði fyrir íslenska nemendur og eins nemendur í erlendum samstarfsverkefnum. Með tilkomu fjallamennskunámsins í FAS hafa samskipti skólans og þjóðgarðsins aukist enn því mörg af námskeiðum í fjallamennsku fara fram innan þjóðgarðsins.

Okkur í FAS þótti það mikill heiður að vera beðin um að vera með málstofu á ráðstefnunni og fá að kynna skólann, hvernig samstarfinu hefur verið háttað í gegnum tíðina og hver ávinningurinn af samstarfinu er. Það voru þær Hjördís og Svanhvít Helga sem sáu um málstofuna fyrir FAS og mættu ríflega 40 gestir til að hlýða á erindi þeirra. Eftir kynninguna voru umræður og sýndu gestirnir sérstakan áhuga á náminu í fjallamennsku og hvernig það eflir bæði samfélagið og samvinnuna við þjóðgarðinn. Myndirnar sem fylgja fréttinni eru fengnar af fésbókarsíðu Rannsóknarsetursins á Hornafirði.

Aðrar fréttir

Á leið til Finnlands

Á leið til Finnlands

Um hádegisbil í dag lagði af stað hópur nemenda ásamt tveimur kennurum áleiðis til Vaala í Finnlandi. Þessi heimsókn er hluti af Nordplus Junior verkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra. Auk Finnlands og Íslands taka nemendur frá Noregi þátt í...

Stöðumat og miðannarsamtöl

Stöðumat og miðannarsamtöl

Síðustu daga og vikur hafa nemendur verið að skila ýmsum vinnugögnum til kennara og jafnvel að taka einhver próf. Kennarar nota svo þessi gögn til að meta stöðu nemenda og setja þær upplýsingar í INNU. Þar geta nemendur fengið einkunnirnar G (góður árangur), V...

Rötun og útivist

Rötun og útivist

Sjö daga rötunar- og útivistaráfanga FAS lauk í september þar sem nemendur skipulögðu fimm daga ferð í óbyggðum með allt á bakinu. Áherslur áfangans voru að gera nemendur færa í að skipuleggja ferð á eigin vegum, rata með mismunandi aðferðum, hópastjórnun og...