Nýtt foreldraráð í FAS

11.sep.2023

Í síðustu viku var haldinn foreldrafundur fyrir foreldra nemenda í FAS. Mæting var þokkaleg þó að við hefðum vissulega viljað sjá fleiri.

Á fundinum var farið yfir það helsta er varðar skólastarfið fram undan, bæði hvað varðar námið og félagslífið. Á fundinum var líka kosið í nýtt foreldraráð fyrir komandi skólaár. Nýtt foreldraráð er skipað af þeim: Guðrúnu Sturlaugsdóttur, Hugrúnu Hörpu Reynisdóttur og Sigrúnu Gylfadóttur. Við bjóðum þær hjartanlega velkomnar í hópinn og hlökkum til samstarfsins.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...