Í síðustu viku var haldinn foreldrafundur fyrir foreldra nemenda í FAS. Mæting var þokkaleg þó að við hefðum vissulega viljað sjá fleiri.
Á fundinum var farið yfir það helsta er varðar skólastarfið fram undan, bæði hvað varðar námið og félagslífið. Á fundinum var líka kosið í nýtt foreldraráð fyrir komandi skólaár. Nýtt foreldraráð er skipað af þeim: Guðrúnu Sturlaugsdóttur, Hugrúnu Hörpu Reynisdóttur og Sigrúnu Gylfadóttur. Við bjóðum þær hjartanlega velkomnar í hópinn og hlökkum til samstarfsins.