Skemmtilegt ungmennaþing í Nýheimum

08.sep.2023

Það var margt um manninn í Nýheimum í dag en þar var haldið ungmennaþing. Þátttakendur á þinginu voru nemendur í efstu bekkjum grunnskólans og nemendur FAS.

Dagskráin hófst á Nýtorgi þar sem farið var yfir það hvað væri framundan. Bæjarstjórinn okkar ávarpaði hópinn og bað menn að hafa í huga í vinnunni framundan að það sé mikilvægt að raddir ungmenna heyrist því það er jú hópurinn sem tekur við af okkur. Því næst var skipt í hópa og ákveðin málefni rædd. Hver hópur hafði ritara sem skráði niður það markverðasta í umræðunum. Það verður síðan unnið með þær upplýsingar og þær notaðar m.a. til að breyta og bæta samfélagið.

Í lok dagsins var svo öllum boðið upp á pizzu sem var gerð góð skil.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...