Skemmtilegt ungmennaþing í Nýheimum

08.sep.2023

Það var margt um manninn í Nýheimum í dag en þar var haldið ungmennaþing. Þátttakendur á þinginu voru nemendur í efstu bekkjum grunnskólans og nemendur FAS.

Dagskráin hófst á Nýtorgi þar sem farið var yfir það hvað væri framundan. Bæjarstjórinn okkar ávarpaði hópinn og bað menn að hafa í huga í vinnunni framundan að það sé mikilvægt að raddir ungmenna heyrist því það er jú hópurinn sem tekur við af okkur. Því næst var skipt í hópa og ákveðin málefni rædd. Hver hópur hafði ritara sem skráði niður það markverðasta í umræðunum. Það verður síðan unnið með þær upplýsingar og þær notaðar m.a. til að breyta og bæta samfélagið.

Í lok dagsins var svo öllum boðið upp á pizzu sem var gerð góð skil.

Aðrar fréttir

Gengið um Víknaslóðir

Gengið um Víknaslóðir

Vel lukkuðum rötunar- og útivistaráfanga í fjallanámi FAS lauk fyrr í þessum mánuði. Þar fengu nemendur að spreyta sig í undirbúningi og framkvæmd á fjögurra daga göngu í óbyggðum. Ferðinni var heitið á Víknaslóðir þar sem gengnir voru ýmsir slóðar frá Borgarfirði til...

Jákvæð samskipti í FAS

Jákvæð samskipti í FAS

Þessa vikuna stendur yfir íþróttavika í sveitarfélaginu okkar. Markmiðið með íþróttavikunni er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir alla og er lögð áhersla á allir geti stundað einhvers konar íþróttir. Þar skiptir aldur, bakgrunnur eða líkamlegt ástand ekki máli. Það...

Jökla 2 AIMG námskeið

Jökla 2 AIMG námskeið

Þrír nemendur Fjallamennsku FAS stóðust á dögunum próf Félags Íslenskra Fjallaleiðsögumanna í Jöklaleiðsögn 2. Þetta var annað af þremur prófum sem hægt er að taka á þessu sviði og það síðasta sem boðið er upp á fyrir nemendur FAS. Einungis þeir nemendur sem hafa...