Skemmtilegt ungmennaþing í Nýheimum

08.sep.2023

Það var margt um manninn í Nýheimum í dag en þar var haldið ungmennaþing. Þátttakendur á þinginu voru nemendur í efstu bekkjum grunnskólans og nemendur FAS.

Dagskráin hófst á Nýtorgi þar sem farið var yfir það hvað væri framundan. Bæjarstjórinn okkar ávarpaði hópinn og bað menn að hafa í huga í vinnunni framundan að það sé mikilvægt að raddir ungmenna heyrist því það er jú hópurinn sem tekur við af okkur. Því næst var skipt í hópa og ákveðin málefni rædd. Hver hópur hafði ritara sem skráði niður það markverðasta í umræðunum. Það verður síðan unnið með þær upplýsingar og þær notaðar m.a. til að breyta og bæta samfélagið.

Í lok dagsins var svo öllum boðið upp á pizzu sem var gerð góð skil.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...