Námsferð til Ítalíu

05.sep.2023

Í síðustu viku voru fimm nemendur úr FAS ásamt kennurum í námsferð á Ítalíu. Verkefnið heitir „Rare routes“ en við höfum sagt frá því áður á heimasíðu okkar.

Ferðalagið til og frá Ítalíu var bæði langt og strangt. Það voru líka mikil ferðalög innanlands alla ferðina. Ferðin hófst í Milanó, þaðan var farið til Sestri Levante. Þar var aðalbækistöð hópsins í þrjá daga og var gist í nunnuklaustri. Hópurinn fór í styttri ferðir, m.a. til Vernazza, Riomaggoirre og Monterasso. Í skoðunarferðum fékk hópurinn ágætis yfirsýn yfir menningararf svæðisins. Veðrið var alls konar; það voru heit tímabil, það kom úrhelli með þrumuveðri og svo var stundum dálítið hvasst.

Seinni hluta ferðarinnar var dvalið í Flórens þar sem einnig var gist í nunnuklaustri. Einnig þar voru menningarminjar skoðaðar og síðasta daginn var farið til Siena og borgin skoðuð.

Hópurinn kom svo sannarlega heim reynslunni ríkari og náði að safna hressilega í minningarbankann.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...