Námsferð til Ítalíu

05.sep.2023

Í síðustu viku voru fimm nemendur úr FAS ásamt kennurum í námsferð á Ítalíu. Verkefnið heitir „Rare routes“ en við höfum sagt frá því áður á heimasíðu okkar.

Ferðalagið til og frá Ítalíu var bæði langt og strangt. Það voru líka mikil ferðalög innanlands alla ferðina. Ferðin hófst í Milanó, þaðan var farið til Sestri Levante. Þar var aðalbækistöð hópsins í þrjá daga og var gist í nunnuklaustri. Hópurinn fór í styttri ferðir, m.a. til Vernazza, Riomaggoirre og Monterasso. Í skoðunarferðum fékk hópurinn ágætis yfirsýn yfir menningararf svæðisins. Veðrið var alls konar; það voru heit tímabil, það kom úrhelli með þrumuveðri og svo var stundum dálítið hvasst.

Seinni hluta ferðarinnar var dvalið í Flórens þar sem einnig var gist í nunnuklaustri. Einnig þar voru menningarminjar skoðaðar og síðasta daginn var farið til Siena og borgin skoðuð.

Hópurinn kom svo sannarlega heim reynslunni ríkari og náði að safna hressilega í minningarbankann.

Aðrar fréttir

Gengið um Víknaslóðir

Gengið um Víknaslóðir

Vel lukkuðum rötunar- og útivistaráfanga í fjallanámi FAS lauk fyrr í þessum mánuði. Þar fengu nemendur að spreyta sig í undirbúningi og framkvæmd á fjögurra daga göngu í óbyggðum. Ferðinni var heitið á Víknaslóðir þar sem gengnir voru ýmsir slóðar frá Borgarfirði til...

Jákvæð samskipti í FAS

Jákvæð samskipti í FAS

Þessa vikuna stendur yfir íþróttavika í sveitarfélaginu okkar. Markmiðið með íþróttavikunni er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir alla og er lögð áhersla á allir geti stundað einhvers konar íþróttir. Þar skiptir aldur, bakgrunnur eða líkamlegt ástand ekki máli. Það...

Jökla 2 AIMG námskeið

Jökla 2 AIMG námskeið

Þrír nemendur Fjallamennsku FAS stóðust á dögunum próf Félags Íslenskra Fjallaleiðsögumanna í Jöklaleiðsögn 2. Þetta var annað af þremur prófum sem hægt er að taka á þessu sviði og það síðasta sem boðið er upp á fyrir nemendur FAS. Einungis þeir nemendur sem hafa...