Námsferð til Ítalíu

05.sep.2023

Í síðustu viku voru fimm nemendur úr FAS ásamt kennurum í námsferð á Ítalíu. Verkefnið heitir „Rare routes“ en við höfum sagt frá því áður á heimasíðu okkar.

Ferðalagið til og frá Ítalíu var bæði langt og strangt. Það voru líka mikil ferðalög innanlands alla ferðina. Ferðin hófst í Milanó, þaðan var farið til Sestri Levante. Þar var aðalbækistöð hópsins í þrjá daga og var gist í nunnuklaustri. Hópurinn fór í styttri ferðir, m.a. til Vernazza, Riomaggoirre og Monterasso. Í skoðunarferðum fékk hópurinn ágætis yfirsýn yfir menningararf svæðisins. Veðrið var alls konar; það voru heit tímabil, það kom úrhelli með þrumuveðri og svo var stundum dálítið hvasst.

Seinni hluta ferðarinnar var dvalið í Flórens þar sem einnig var gist í nunnuklaustri. Einnig þar voru menningarminjar skoðaðar og síðasta daginn var farið til Siena og borgin skoðuð.

Hópurinn kom svo sannarlega heim reynslunni ríkari og náði að safna hressilega í minningarbankann.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...