Í dag var samfélagslögreglunni boðið í hádegisverð í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS), þar sem nemendur og starfsfólk nutu saman dásamlegrar kjúklingasúpu. Í kjölfarið hélt samfélagslögreglan stutta kynningu fyrir nemendur, þar sem áhersla var lögð á að kynna starfsemi lögreglunnar og svara spurningum nemenda.
Samfélagslögreglan gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Hlutverk hennar er meðal annars að efla tengsl milli lögreglu og almennings, stuðla að öryggi og vinna markvisst að forvörnum. Hún vinnur í nánu samstarfi við íbúa, skóla og aðra aðila og leggur áherslu á að vera sýnileg og aðgengileg í daglegu lífi fólks. Með því móti eykst traust, samvinna og sameiginleg ábyrgð á heilbrigðu og öruggu samfélagi.
Við þökkum samfélagslögreglunni kærlega fyrir heimsóknina