Samfélagslögreglan í kjúklingasúpu og kynningu í FAS

28.mar.2025

Í dag var samfélagslögreglunni boðið í hádegisverð í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS), þar sem nemendur og starfsfólk nutu saman dásamlegrar kjúklingasúpu. Í kjölfarið hélt samfélagslögreglan stutta kynningu fyrir nemendur, þar sem áhersla var lögð á að kynna starfsemi lögreglunnar og svara spurningum nemenda.

Samfélagslögreglan gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Hlutverk hennar er meðal annars að efla tengsl milli lögreglu og almennings, stuðla að öryggi og vinna markvisst að forvörnum. Hún vinnur í nánu samstarfi við íbúa, skóla og aðra aðila og leggur áherslu á að vera sýnileg og aðgengileg í daglegu lífi fólks. Með því móti eykst traust, samvinna og sameiginleg ábyrgð á heilbrigðu og öruggu samfélagi.

Við þökkum samfélagslögreglunni kærlega fyrir heimsóknina

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...