Samfélagslögreglan í kjúklingasúpu og kynningu í FAS

28.mar.2025

Í dag var samfélagslögreglunni boðið í hádegisverð í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS), þar sem nemendur og starfsfólk nutu saman dásamlegrar kjúklingasúpu. Í kjölfarið hélt samfélagslögreglan stutta kynningu fyrir nemendur, þar sem áhersla var lögð á að kynna starfsemi lögreglunnar og svara spurningum nemenda.

Samfélagslögreglan gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Hlutverk hennar er meðal annars að efla tengsl milli lögreglu og almennings, stuðla að öryggi og vinna markvisst að forvörnum. Hún vinnur í nánu samstarfi við íbúa, skóla og aðra aðila og leggur áherslu á að vera sýnileg og aðgengileg í daglegu lífi fólks. Með því móti eykst traust, samvinna og sameiginleg ábyrgð á heilbrigðu og öruggu samfélagi.

Við þökkum samfélagslögreglunni kærlega fyrir heimsóknina

Aðrar fréttir

Hárið frumsýnt á laugardag

Hárið frumsýnt á laugardag

Söngleikurinn Hárið verður frumsýndur í Mánagarði næstkomandi laugardag undir leikstjórn Svandísar Dóru Einarsdóttur. Samstarf á milli Leikfélags Hornafjarðar og FAS á sér langa sögu og í gegnum tíðina hafa fjölmargir nemendur tekið þátt í uppfærslum. Þeir nemendur...

Grunnur í fjallaskíðamennsku

Grunnur í fjallaskíðamennsku

Veturinn hefur verið á undanhaldi þetta árið en lét þó sjá sig þá daga sem fjallaskíðanámskeiðið var haldið og nemendur fengu góðan snjó flesta dagana en það námskeið var haldið 7.-10. mars 2025. Þó að snjóþekjan væri ansi þunn í neðri hluta fjalla þá var hægt að...

Skíðagöngunámskeið – framhald

Skíðagöngunámskeið – framhald

Nýlega var framhaldsnámskeið í skíðagöngu haldið í fallegum fjöllum rétt sunnan við Borgarfjörð eystri. Hópurinn hafði aðsetur í hlýlegum Húsavíkurskála, sem reyndist frábær bækistöð með viðarkyndingu og notalegu andrúmslofti. Það var ævintýri út af fyrir sig að...