Hárið frumsýnt á laugardag

26.mar.2025

Söngleikurinn Hárið verður frumsýndur í Mánagarði næstkomandi laugardag undir leikstjórn Svandísar Dóru Einarsdóttur. Samstarf á milli Leikfélags Hornafjarðar og FAS á sér langa sögu og í gegnum tíðina hafa fjölmargir nemendur tekið þátt í uppfærslum. Þeir nemendur sem taka þátt í sýningunni fá einingar fyrir sína vinnu og gefst um leið tækifæri til að kynnast fjölbreyttu lífi leikhússins. Vinna við verkefnið hófst strax á síðustu önn en hefur verið af fullum krafti frá upphafi vorannarinnar.

Hárið er rokksöngleikur sem gerist á hippatímabilinu þegar stríð í Víetnam og fleiri löndum í Asíu var í algleymingi. Þá reis unga fólkið upp í Ameríku og krafðist frelsis og þess að geta notið lífsins. Þetta er í annað sinn sem FAS tekur þátt í uppfærslu á Hárinu.

Aðstandendur sýningarinnar núna lofa ógleymanlegri tónlist, kraftmiklu leikhúsi og einstakri upplifun. Það er uppselt á frumsýningu og töluvert selt á aðrar sýningar en gert er ráð fyrir 10 sýningum. Við hvetjum alla til að panta miða og drífa sig á frábæra skemmtun.

Aðrar fréttir

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Snjóflóðanámskeið framhaldshópsins í fjallamennskunámi FAS var haldið á Dalvík, 21.-26. febrúar. Eins og fram hefur komið hafa snjóaðstæður á landinu verið heldur fátæklegar og snjóalög erfið. Því var meiri áhersla lögð á leiðsögn, undirbúning, veður og skipulag á...

Grunnur í fjallaskíðamennsku

Grunnur í fjallaskíðamennsku

Veturinn hefur verið á undanhaldi þetta árið en lét þó sjá sig þá daga sem fjallaskíðanámskeiðið var haldið og nemendur fengu góðan snjó flesta dagana en það námskeið var haldið 7.-10. mars 2025. Þó að snjóþekjan væri ansi þunn í neðri hluta fjalla þá var hægt að...

Skíðagöngunámskeið – framhald

Skíðagöngunámskeið – framhald

Nýlega var framhaldsnámskeið í skíðagöngu haldið í fallegum fjöllum rétt sunnan við Borgarfjörð eystri. Hópurinn hafði aðsetur í hlýlegum Húsavíkurskála, sem reyndist frábær bækistöð með viðarkyndingu og notalegu andrúmslofti. Það var ævintýri út af fyrir sig að...