Ferð á Skeiðarársand

Skeidararsandur1Þann 29. ágúst fóru um 30 nemendur og kennarar út á Skeiðarársand til að mæla og meta gróðurframvindu í þeim fimm reitum sem fylgst hefur verið með frá árinu 2009.
Með í för var einnig Kristín Hermannsdóttir frá Náttúrustofu Suðausturlands.
Nemendur eru nú að vinna úr mælingarniðurstöðum og skrifa skýrslur.
Þrjú tré utan reita voru einnig mæld og reyndust tvö þeirra 290 cm og eitt 260 cm. Sauðfé sást nú í fyrsta skiptið á svæðinu og einnig voru spörfuglar meira áberandi en verið hefur.
Nánari upplýsingar um niðurstöður verða birtar bráðlega.
Skeidararsandur

Skráningum að ljúka í FAS

Um 160 nemendur í um 50 áföngum eru skráðir í skólann á haustönn 2016 en skráningum og töflubreytingum líkur í dag 26. ágúst. Um 110 er í staðnámi og um 50 í fjarnámi. Fjarnemendur skrá sig bæði beint inn í FAS eða í gegnum aðra skóla Fjarmenntaskólans.
Flestir eða um 80 eru á stúdentsbrautum en um 25 eru á framhaldsskólabraut og 15 í starfsnámi; vélstjórn eða tækniteiknun. Aðrir eru í ótilgreindu námi.
Unnið er að skipulagningu fiskvinnslunáms í samvinnu við Fisktækniskólann, Fræðslunet Suðurlands, Skinney-Þinganes og Afl-Starfsgreinafélag. Námið fer af stað síðar á önninni og kemur í kjölfar raunfærnimats sem fór fram síðasta vetur.

Nýnemahátíð

NýnemahatidÍ gærmorgun voru nýnemar formlega boðnir velkomnir í FAS.
Sú hefð sem þekktist áður fyrr að „busa“ hefur nú lagst af í flestum framhaldsskólum á landinu og höfum við í FAS tekið þátt í þeirri þróun. Nú eru nýnemar boðnir velkomnir með nýnemahátíð sem nemendafélag FAS hefur nú tekið að sér að skipuleggja.
Öllum nemendum skólans var skipt í lið og fóru þeir í ýmsa hópeflisleiki. Með þessu vildum við reyna að hrista nemendahópinn saman og gera andrúmsloftið jákvæðara.
Að leikjum loknum fengu allir nýnemar rós að gjöf frá nemendafélaginu.
Eftir herlegheitin sáu skólameistari og kennarar um að grilla hamborgara fyrir allan hópinn.

Skólasetning FAS

20160818_100238Í morgun hófst skólastarf með formlegum hætti í FAS.
Eyjólfur skólameistari setti skólann og kynnti starfsemi og skipulag annarinnar.
Selma sá svo um að kynna klúbbastarfið ásamt Björk varaforseta nemendafélagsins. Nemendur skráðu sig í klúbba fyrir önnina og enduðu daginn á umsjónafundi með sínum umsjónarkennurum.
Á morgun hefst síðan kennsla samkvæmt stundaskrá.
Enn er tekið við skráningum og hvetjum við alla sem eru að hugsa um nám til að skrá sig fyrir 25. ágúst.
Námsframboð má sjá á heimasíðu skólans.

Sumarfrí og upphaf haustannar

SANYO DIGITAL CAMERA

Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með 17. júní vegna sumarleyfa. Opnað verður aftur miðvikudaginn 3. ágúst. Þeir sem eru að huga að námi geta skoðað námsframboð á vef skólans. Þar er jafnframt hægt að skrá sig en þeim umsóknum sem berast í sumar verður svarað í byrjun ágúst þegar skrifstofan opnar að nýju. Tekið verður við umsóknum til 25. ágúst en þá lýkur áfangaskráningu. Það er samt best að skrá sig sem fyrst.

Skólastarf haustannar byrjar formlega fimmtudaginn 18. ágúst en þá verður skólinn settur klukkan 10 og þar á eftir verða umsjónarfundir. Kennsla hefst svo föstudaginn 19. ágúst samkvæmt stundaskrá.

Starfsfólk FAS vonar að allir eigi ánægjulegt sumar.

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS 21. maí 2016. Á myndina vantar nokkra útskriftarnemendur.

Útskrift frá FAS 21. maí 2016. Á myndina vantar nokkra útskriftarnemendur.

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni voru útskrifaðir 20 stúdentar, átta nemendur af framhaldsskólabraut, tveir nemendur af fjallamennskubraut og úr starfsnámi útskrifast einn af vélvirkjabraut og einn af A-stigi vélstjórnar.

Nýstúdentar eru: Agnar Ólafsson, Arnar Freyr Valgeirsson, Auður Lóa Gunnarsdóttir, Ármann Örn Friðriksson, Birkir Þór Hauksson, Björgvin Konráð Andrésson, Guðrún Ósk Gunnarsdóttir, Hallmar Hallsson, Inga Kristín Aðalsteinsdóttir, Ingólfur Waage Jónsson, Ívar Örn Valgeirsson, Maria Selma Haseta, Marteinn Eiríksson, Šejla Zahirović, Sóley Þrastardóttir, Sunneva Dröfn Jónsdóttir, Sædís Harpa Stefánsdóttir, Vigdís María Borgarsdóttir, Þorkell Ragnar Grétarsson og Þorsteinn Geirsson.

Af framhaldsskólabraut útskriftast: Bryndís Arna Halldórsdóttir, Egill Jón Hannesson, Hákon Guðröður Bjarnason, Helgi Ernir Helgason, Kristófer Örvar Ögmundsson, Patrycja Rutkowska, Viktor Örn Einarsson og Yrsa Ír Scheving.
Af fjallamennskubraut útskrifast: Emilía Blöndal og Kristín Jóna Hilmarsdóttir. Jens Olsen útskrifast af vélvirkjabraut og vélstjóri af A-stigi er Kristján Björn Skúlason.
Bestum árangri á stúdentsprófi  að þessu sinni náði Ármann Örn Friðriksson.

Starfsfólk FAS óskar útskriftarnemendum til hamingju með áfangann og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.