Mikilvægi geðheilbrigðis

22.jan.2018

Silja Rut skólasálfræðingur og Ragnheiður hjúkrunarfræðingur.

Í dag mættu til okkar í FAS þær Ragnheiður skólahjúkrunarfræðingur og Silja Rut sem er sálfræðingur hjá skólunum á Hornafirði á því sem við köllum uppbrot í skólastarfi.
Ragnheiður kynnti starfssvið sitt í skólanum og fjallaði einnig um mikilvægi þess að rækta sjálfan sig bæði líkamlega og andlega.
Silja lýsti algengum atriðum í kvíða og hvernig kvíði geti leitt til líkamlegra einkenna. Kvíði er upp að vissu marki eðlilegt ástand en ef kvíði varir lengi er hætta á að einstaklingur þrói með sér þunglyndi. Þunglyndi hefur farið vaxandi á heimsvísu og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO stefnir í að þunglyndi verði næst stærsta heilsufarsvandamáli í heiminum. Mikilvægur þáttur til að sporna við þunglyndi er að beita hugrænni atferlismeðferð HAM. Hér er hægt að finna upplýsingar um HAM og hvar sé hægt að leita hjálpar.
Ragnheiður leggur mikla áherslu á að hún sé hér til staðar fyrir nemendur og sé tilbúin til að hjálpa sé þess kostur. Auk þess að hafa fasta viðveru í FAS á þriðjudögum á milli 8 og 12 er alltaf hægt að senda henni póst eða skilaboð á fésbókinni. Ragnheiður sér jafnframt um að vísa málum áfram til Silju Rutar telji hún ástæðu til.
Við hvetjum alla þá sem telja til þess ástæðu að nýta sér þessa einstöku þjónustu. Það á bæði við um nemendur og foreldra.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...