Mikilvægi geðheilbrigðis

22.jan.2018

Silja Rut skólasálfræðingur og Ragnheiður hjúkrunarfræðingur.

Í dag mættu til okkar í FAS þær Ragnheiður skólahjúkrunarfræðingur og Silja Rut sem er sálfræðingur hjá skólunum á Hornafirði á því sem við köllum uppbrot í skólastarfi.
Ragnheiður kynnti starfssvið sitt í skólanum og fjallaði einnig um mikilvægi þess að rækta sjálfan sig bæði líkamlega og andlega.
Silja lýsti algengum atriðum í kvíða og hvernig kvíði geti leitt til líkamlegra einkenna. Kvíði er upp að vissu marki eðlilegt ástand en ef kvíði varir lengi er hætta á að einstaklingur þrói með sér þunglyndi. Þunglyndi hefur farið vaxandi á heimsvísu og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO stefnir í að þunglyndi verði næst stærsta heilsufarsvandamáli í heiminum. Mikilvægur þáttur til að sporna við þunglyndi er að beita hugrænni atferlismeðferð HAM. Hér er hægt að finna upplýsingar um HAM og hvar sé hægt að leita hjálpar.
Ragnheiður leggur mikla áherslu á að hún sé hér til staðar fyrir nemendur og sé tilbúin til að hjálpa sé þess kostur. Auk þess að hafa fasta viðveru í FAS á þriðjudögum á milli 8 og 12 er alltaf hægt að senda henni póst eða skilaboð á fésbókinni. Ragnheiður sér jafnframt um að vísa málum áfram til Silju Rutar telji hún ástæðu til.
Við hvetjum alla þá sem telja til þess ástæðu að nýta sér þessa einstöku þjónustu. Það á bæði við um nemendur og foreldra.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...