Mikilvægi geðheilbrigðis

22.jan.2018

Silja Rut skólasálfræðingur og Ragnheiður hjúkrunarfræðingur.

Í dag mættu til okkar í FAS þær Ragnheiður skólahjúkrunarfræðingur og Silja Rut sem er sálfræðingur hjá skólunum á Hornafirði á því sem við köllum uppbrot í skólastarfi.
Ragnheiður kynnti starfssvið sitt í skólanum og fjallaði einnig um mikilvægi þess að rækta sjálfan sig bæði líkamlega og andlega.
Silja lýsti algengum atriðum í kvíða og hvernig kvíði geti leitt til líkamlegra einkenna. Kvíði er upp að vissu marki eðlilegt ástand en ef kvíði varir lengi er hætta á að einstaklingur þrói með sér þunglyndi. Þunglyndi hefur farið vaxandi á heimsvísu og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO stefnir í að þunglyndi verði næst stærsta heilsufarsvandamáli í heiminum. Mikilvægur þáttur til að sporna við þunglyndi er að beita hugrænni atferlismeðferð HAM. Hér er hægt að finna upplýsingar um HAM og hvar sé hægt að leita hjálpar.
Ragnheiður leggur mikla áherslu á að hún sé hér til staðar fyrir nemendur og sé tilbúin til að hjálpa sé þess kostur. Auk þess að hafa fasta viðveru í FAS á þriðjudögum á milli 8 og 12 er alltaf hægt að senda henni póst eða skilaboð á fésbókinni. Ragnheiður sér jafnframt um að vísa málum áfram til Silju Rutar telji hún ástæðu til.
Við hvetjum alla þá sem telja til þess ástæðu að nýta sér þessa einstöku þjónustu. Það á bæði við um nemendur og foreldra.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...