Mikilvægi geðheilbrigðis

22.jan.2018

Silja Rut skólasálfræðingur og Ragnheiður hjúkrunarfræðingur.

Í dag mættu til okkar í FAS þær Ragnheiður skólahjúkrunarfræðingur og Silja Rut sem er sálfræðingur hjá skólunum á Hornafirði á því sem við köllum uppbrot í skólastarfi.
Ragnheiður kynnti starfssvið sitt í skólanum og fjallaði einnig um mikilvægi þess að rækta sjálfan sig bæði líkamlega og andlega.
Silja lýsti algengum atriðum í kvíða og hvernig kvíði geti leitt til líkamlegra einkenna. Kvíði er upp að vissu marki eðlilegt ástand en ef kvíði varir lengi er hætta á að einstaklingur þrói með sér þunglyndi. Þunglyndi hefur farið vaxandi á heimsvísu og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO stefnir í að þunglyndi verði næst stærsta heilsufarsvandamáli í heiminum. Mikilvægur þáttur til að sporna við þunglyndi er að beita hugrænni atferlismeðferð HAM. Hér er hægt að finna upplýsingar um HAM og hvar sé hægt að leita hjálpar.
Ragnheiður leggur mikla áherslu á að hún sé hér til staðar fyrir nemendur og sé tilbúin til að hjálpa sé þess kostur. Auk þess að hafa fasta viðveru í FAS á þriðjudögum á milli 8 og 12 er alltaf hægt að senda henni póst eða skilaboð á fésbókinni. Ragnheiður sér jafnframt um að vísa málum áfram til Silju Rutar telji hún ástæðu til.
Við hvetjum alla þá sem telja til þess ástæðu að nýta sér þessa einstöku þjónustu. Það á bæði við um nemendur og foreldra.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...