Um liðna helgi var undirrituð tilnefning þess efnis að Vatnajökulsþjóðgarður verði á heimsminjaskrá UNESCO. Í því samhengi hafa augu beinst að rannsóknum og námi í náttúrufræði í FAS. Frá 1990 hafa nemendur tekið virkan þátt í því að fylgjast með umhverfinu, fyrst í tengslum við jöklamælingar og síðar gróðurframvindu og fuglatalningum. Er þetta meðvitaður liður í því að fá nemendur til að skoða nærumhverfi sitt.
Í morgun var morgunþáttur Rásar eitt helgaður tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs og var rætt við þá sem að málinu komu. Einnig var rætt við Eyjólf skólameistara um nám í skólanum sem tengist þjóðgarðinum.
Fyrir þá sem ekki heyrðu er hægt að nálgast upptöku af þættinum í Sarpinum. Viðtalið við Eyjólf byrjar eftir eina klukkustund og rétt tæplega 19 mínútur.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...