FAS og UNESCO umsóknin

01.feb.2018

Við Heinabergsjökul

Um liðna helgi var undirrituð tilnefning þess efnis að Vatnajökulsþjóðgarður verði á heimsminjaskrá UNESCO. Í því samhengi hafa augu beinst að rannsóknum og námi í náttúrufræði í FAS. Frá 1990 hafa nemendur tekið virkan þátt í því að fylgjast með umhverfinu, fyrst í tengslum við jöklamælingar og síðar gróðurframvindu og fuglatalningum. Er þetta meðvitaður liður í því að fá nemendur til að skoða nærumhverfi sitt.
Í morgun var morgunþáttur Rásar eitt helgaður tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs og var rætt við þá sem að málinu komu. Einnig var rætt við Eyjólf skólameistara um nám í skólanum sem tengist þjóðgarðinum.
Fyrir þá sem ekki heyrðu er hægt að nálgast upptöku af þættinum í Sarpinum. Viðtalið við Eyjólf byrjar eftir eina klukkustund og rétt tæplega 19 mínútur.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...