FAS og UNESCO umsóknin

01.feb.2018

Við Heinabergsjökul

Um liðna helgi var undirrituð tilnefning þess efnis að Vatnajökulsþjóðgarður verði á heimsminjaskrá UNESCO. Í því samhengi hafa augu beinst að rannsóknum og námi í náttúrufræði í FAS. Frá 1990 hafa nemendur tekið virkan þátt í því að fylgjast með umhverfinu, fyrst í tengslum við jöklamælingar og síðar gróðurframvindu og fuglatalningum. Er þetta meðvitaður liður í því að fá nemendur til að skoða nærumhverfi sitt.
Í morgun var morgunþáttur Rásar eitt helgaður tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs og var rætt við þá sem að málinu komu. Einnig var rætt við Eyjólf skólameistara um nám í skólanum sem tengist þjóðgarðinum.
Fyrir þá sem ekki heyrðu er hægt að nálgast upptöku af þættinum í Sarpinum. Viðtalið við Eyjólf byrjar eftir eina klukkustund og rétt tæplega 19 mínútur.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...