Menntamálaráðherra heimsækir FAS

29.jan.2018

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ásamt Hildi áfangstjóra og Eyjólfi skólameistara.

Það var margt góðra gesta á Hornafirði í gær en verið var að undirrita tilnefningu um að Vatna­jök­ulsþjóðgarður og hluti gos­belt­is­ins verði til­nefnd á heims­minja­skrá UNESCO. Það voru Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra sem undirrituðu tilnefninguna fyrir hönd íslenska ríkisins.
Í morgun heimsótti menntamálaráðherra FAS áður en flogið var til Reykjavíkur. Hún skoðaði skólann og kynnti sér starfsemina í Nýheimum. Einnig var farið í Vöruhúsið og skoðað hvað er í gangi þar. Í kynningu um FAS var talað um hversu mikilvægt fjarnám er í starfi skólans, Fjarmenntaskólann, áhersluna á lista- og menningarnám, fjallamennskunám og vísindaferðir. Ráðherra fannst mjög áhugavert að þessi litli skóli skuli bjóða upp á jafn fjölbreytt nám og raun ber vitni.
Við hér í FAS er afar ánægð með að hún skyldi hafa gefið sér tíma til að líta inn og þökkum henni kærlega fyrir komuna.

Á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins er að finna meðfylgjandi frétt þar sem sagt frá heimsókn ráðherra í FAS.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...