Menntamálaráðherra heimsækir FAS

29.jan.2018

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ásamt Hildi áfangstjóra og Eyjólfi skólameistara.

Það var margt góðra gesta á Hornafirði í gær en verið var að undirrita tilnefningu um að Vatna­jök­ulsþjóðgarður og hluti gos­belt­is­ins verði til­nefnd á heims­minja­skrá UNESCO. Það voru Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra sem undirrituðu tilnefninguna fyrir hönd íslenska ríkisins.
Í morgun heimsótti menntamálaráðherra FAS áður en flogið var til Reykjavíkur. Hún skoðaði skólann og kynnti sér starfsemina í Nýheimum. Einnig var farið í Vöruhúsið og skoðað hvað er í gangi þar. Í kynningu um FAS var talað um hversu mikilvægt fjarnám er í starfi skólans, Fjarmenntaskólann, áhersluna á lista- og menningarnám, fjallamennskunám og vísindaferðir. Ráðherra fannst mjög áhugavert að þessi litli skóli skuli bjóða upp á jafn fjölbreytt nám og raun ber vitni.
Við hér í FAS er afar ánægð með að hún skyldi hafa gefið sér tíma til að líta inn og þökkum henni kærlega fyrir komuna.

Á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins er að finna meðfylgjandi frétt þar sem sagt frá heimsókn ráðherra í FAS.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...