Menntamálaráðherra heimsækir FAS

29.jan.2018

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ásamt Hildi áfangstjóra og Eyjólfi skólameistara.

Það var margt góðra gesta á Hornafirði í gær en verið var að undirrita tilnefningu um að Vatna­jök­ulsþjóðgarður og hluti gos­belt­is­ins verði til­nefnd á heims­minja­skrá UNESCO. Það voru Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra sem undirrituðu tilnefninguna fyrir hönd íslenska ríkisins.
Í morgun heimsótti menntamálaráðherra FAS áður en flogið var til Reykjavíkur. Hún skoðaði skólann og kynnti sér starfsemina í Nýheimum. Einnig var farið í Vöruhúsið og skoðað hvað er í gangi þar. Í kynningu um FAS var talað um hversu mikilvægt fjarnám er í starfi skólans, Fjarmenntaskólann, áhersluna á lista- og menningarnám, fjallamennskunám og vísindaferðir. Ráðherra fannst mjög áhugavert að þessi litli skóli skuli bjóða upp á jafn fjölbreytt nám og raun ber vitni.
Við hér í FAS er afar ánægð með að hún skyldi hafa gefið sér tíma til að líta inn og þökkum henni kærlega fyrir komuna.

Á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins er að finna meðfylgjandi frétt þar sem sagt frá heimsókn ráðherra í FAS.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...