Burritoveisla í FAS

24.jan.2018

Í gærkveldi stóð viðburðaklúbbur FAS fyrir mexíkóskri veislu á Nýtorgi. Fyrir þá sem ekki þekkja til mexíkóskrar matargerðar þá er hún litrík, með alls kyns sósum og auðvitað kitlar hún bragðlaukana.

Til veislunnar mættu tæplega tuttugu krakkar sem gæddu sér á ljúffengum mat og spjölluðu saman undir suður-amerískri tónlist. Allir voru mjög sáttir og höfðu gaman að þessari kvöldstund.

Það er mjög mikilvægt að breyta stundum til og prófa eitthvað nýtt og þessi kvöldstund í gær er ágætis dæmi um slíkt. Við hvetjum alla þá sem sátu heima núna að koma og vera með næst. Félagslífið verður skemmtilegra þegar fleiri mæta.

[modula id=“9740″]

 

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...