Burritoveisla í FAS

24.jan.2018

Í gærkveldi stóð viðburðaklúbbur FAS fyrir mexíkóskri veislu á Nýtorgi. Fyrir þá sem ekki þekkja til mexíkóskrar matargerðar þá er hún litrík, með alls kyns sósum og auðvitað kitlar hún bragðlaukana.

Til veislunnar mættu tæplega tuttugu krakkar sem gæddu sér á ljúffengum mat og spjölluðu saman undir suður-amerískri tónlist. Allir voru mjög sáttir og höfðu gaman að þessari kvöldstund.

Það er mjög mikilvægt að breyta stundum til og prófa eitthvað nýtt og þessi kvöldstund í gær er ágætis dæmi um slíkt. Við hvetjum alla þá sem sátu heima núna að koma og vera með næst. Félagslífið verður skemmtilegra þegar fleiri mæta.

[modula id=“9740″]

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...