Burritoveisla í FAS

24.jan.2018

Í gærkveldi stóð viðburðaklúbbur FAS fyrir mexíkóskri veislu á Nýtorgi. Fyrir þá sem ekki þekkja til mexíkóskrar matargerðar þá er hún litrík, með alls kyns sósum og auðvitað kitlar hún bragðlaukana.

Til veislunnar mættu tæplega tuttugu krakkar sem gæddu sér á ljúffengum mat og spjölluðu saman undir suður-amerískri tónlist. Allir voru mjög sáttir og höfðu gaman að þessari kvöldstund.

Það er mjög mikilvægt að breyta stundum til og prófa eitthvað nýtt og þessi kvöldstund í gær er ágætis dæmi um slíkt. Við hvetjum alla þá sem sátu heima núna að koma og vera með næst. Félagslífið verður skemmtilegra þegar fleiri mæta.

[modula id=“9740″]

 

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...