Burritoveisla í FAS

24.jan.2018

Í gærkveldi stóð viðburðaklúbbur FAS fyrir mexíkóskri veislu á Nýtorgi. Fyrir þá sem ekki þekkja til mexíkóskrar matargerðar þá er hún litrík, með alls kyns sósum og auðvitað kitlar hún bragðlaukana.

Til veislunnar mættu tæplega tuttugu krakkar sem gæddu sér á ljúffengum mat og spjölluðu saman undir suður-amerískri tónlist. Allir voru mjög sáttir og höfðu gaman að þessari kvöldstund.

Það er mjög mikilvægt að breyta stundum til og prófa eitthvað nýtt og þessi kvöldstund í gær er ágætis dæmi um slíkt. Við hvetjum alla þá sem sátu heima núna að koma og vera með næst. Félagslífið verður skemmtilegra þegar fleiri mæta.

[modula id=“9740″]

 

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...