Mikil aukning í fjarnámi í FAS

19.jan.2018

Eins og mörgum er kunnugt um hefur verið að fækka í árgöngum í sveitarfélaginu. Til að geta haldið uppi fjölbreyttu námsframboði hefur FAS brugðið á það ráð að endurskipuleggja og bæta fjarnámið með það í huga að fjölga nemendum.
Á þessari önn eru um 90 nemendur sem stunda fjarnám í FAS og er það umtalsverð fjölgun frá síðustu önn. Um tuttugu þessara nemenda koma frá Fjarmenntaskólanum en það er samstarfsvettvangur þrettán framhaldsskóla á landsbyggðinni. Margir nemendur eru í fleiri en einum áfanga og núna hafa 14 nemendur í hyggju að ljúka stúdentsprófi frá FAS í fjarnámi. Í velflestum áföngum á stúdentsbrautum eru 5 – 10 fjarnemendur og í sumum áföngum eru fleiri í fjarnámi en mæta í stofu.
Það virðist skipta marga nemendur máli að FAS hefur tekið upp breytt fyrirkomulag á lokamati sem er samtal nemenda og kennara í stað lokaprófs. Það hefur oft komið fram að margir eru haldnir prófkvíða og hafa ekki treyst sér í nám og eru tilbúnir að prófa nýtt fyrirkomulag.

 

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...