Mikil aukning í fjarnámi í FAS

19.jan.2018

Eins og mörgum er kunnugt um hefur verið að fækka í árgöngum í sveitarfélaginu. Til að geta haldið uppi fjölbreyttu námsframboði hefur FAS brugðið á það ráð að endurskipuleggja og bæta fjarnámið með það í huga að fjölga nemendum.
Á þessari önn eru um 90 nemendur sem stunda fjarnám í FAS og er það umtalsverð fjölgun frá síðustu önn. Um tuttugu þessara nemenda koma frá Fjarmenntaskólanum en það er samstarfsvettvangur þrettán framhaldsskóla á landsbyggðinni. Margir nemendur eru í fleiri en einum áfanga og núna hafa 14 nemendur í hyggju að ljúka stúdentsprófi frá FAS í fjarnámi. Í velflestum áföngum á stúdentsbrautum eru 5 – 10 fjarnemendur og í sumum áföngum eru fleiri í fjarnámi en mæta í stofu.
Það virðist skipta marga nemendur máli að FAS hefur tekið upp breytt fyrirkomulag á lokamati sem er samtal nemenda og kennara í stað lokaprófs. Það hefur oft komið fram að margir eru haldnir prófkvíða og hafa ekki treyst sér í nám og eru tilbúnir að prófa nýtt fyrirkomulag.

 

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...