Mikil aukning í fjarnámi í FAS

19.jan.2018

Eins og mörgum er kunnugt um hefur verið að fækka í árgöngum í sveitarfélaginu. Til að geta haldið uppi fjölbreyttu námsframboði hefur FAS brugðið á það ráð að endurskipuleggja og bæta fjarnámið með það í huga að fjölga nemendum.
Á þessari önn eru um 90 nemendur sem stunda fjarnám í FAS og er það umtalsverð fjölgun frá síðustu önn. Um tuttugu þessara nemenda koma frá Fjarmenntaskólanum en það er samstarfsvettvangur þrettán framhaldsskóla á landsbyggðinni. Margir nemendur eru í fleiri en einum áfanga og núna hafa 14 nemendur í hyggju að ljúka stúdentsprófi frá FAS í fjarnámi. Í velflestum áföngum á stúdentsbrautum eru 5 – 10 fjarnemendur og í sumum áföngum eru fleiri í fjarnámi en mæta í stofu.
Það virðist skipta marga nemendur máli að FAS hefur tekið upp breytt fyrirkomulag á lokamati sem er samtal nemenda og kennara í stað lokaprófs. Það hefur oft komið fram að margir eru haldnir prófkvíða og hafa ekki treyst sér í nám og eru tilbúnir að prófa nýtt fyrirkomulag.

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...