Ævintýraferðaþjónusta – áherslur og menntun

Frú Eliza Reid forsetafrú flytur opnunarávarp.

Það er mikið um að vera tengt ferðaþjónustu á Hornafirði þessa vikuna og í dag tengist það sérstaklega inn í Nýheima en nú stendur yfir ráðstefna sem ber heitið Adventure Tourism – Innovation and Education. Það eru tvö verkefni sem eru í gangi í Nýheimum sem standa fyrir ráðstefnunni í dag. Annars vegar er það verkefnið slow adventure in nothern territories sem snýst um að fá ferðamanninn til að fara hægt yfir og njóta augnabliksins. Þar hefur Rannsóknasetur háskólans  yfirumsjón og hins vegar verkefnið ADVENT sem stendur fyrir Adventure tourism in vocational education and training en þar er unnið að því með starfandi ferðaþjónustuaðilum að mennta fólk í greininni. Þar hefur FAS yfirumsjón ásamt Rannsóknasetri háskólans. Í báðum þessum verkefnum eru þátttakendur frá nokkrum löndum og það er því nokkuð alþjóðlegt yfirbragð á ráðstefnunni í dag. Bæði þessi verkefni tengjast og því var ákveðið að hafa sameiginlega ráðstefnu.
Sérstakur gestur á ráðstefnunni er frú Eliza Reid forsetafrú en hún er sérstakur sendiherra ferðaþjónustu og markmiða sjálfbærrar þróunar en markmiðið með því að hafa slíkan sendiherra er að talað sé fyrir framlagi ferðaþjónustu til sjálfbærrar þróunar og hvetja til þess að ferðaþjónusta og markmið sjálfbærrar þróunar verið innleidd að fullu í áætlanir þjóðlanda og svæða á heimsvísu.
Fyrir hádegi í dag verða stuttir fyrirlestrar en eftir hádegi kynningar á því sem þegar hefur verið gert í verkefnunum og svo hópavinna og umræður í lokin.
Það verður spennandi að fylgjast þróun og nýbreytni í ferðamálum á næstunni.

 

[modula id=“9748″]

Skólablað FAS

Einn hópanna í síðustu viku hafði það að markmiði sínu að búa til skólablað fyrir FAS. Þó það hafi ekki margir verið í hópnum var vinnan engu að síður árangursrík. Í dag var svo lokahnykkurinn settur á verkið með útgáfu blaðsins. Núna er útgáfan á netformi og þeir sem vilja lesa blaðið geta nálgast það hér
Ætlunin er að gefa blaðið út á prentformi og mun það gerast á næstu dögum.
Endilega lesið blaðið, það er margt áhugavert og sniðugt að sjá þar.

Kynning á háskólanámi

Það er heldur betur líf og fjör í Nýheimum núna. En þar gefst fólki tækifæri á að kynna sér það fjölbreytta námsframboð sem háskólar landsins hafa upp á að bjóða og spjalla við nemendur, náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur náminu.
Auk nemenda í FAS eru nemendur grunnskólans að skoða möguleika sem bjóðast í námi. Það er líka gaman að sjá fyrrum nemendur sem eru að velta fyrir sér möguleikum á framhaldsnámi.
Kynningin í Nýheimum stendur til 12 í dag.

[modula id=“9747″]

Ýmislegt frá opnum dögum

Núna um hádegisbil lauk opnum dögum í FAS. Hér eru nokkrar myndir sem gefa vísbendingu um það sem var gert.

[modula id=“9749″]

 

Afrakstur opinna daga

Hugmynd verður að veruleika í FabLab.

Hugmynd verður að veruleika í FabLab.

Á morgun bjóðum við gestum og gangandi til að skoða það sem gert hefur verið undanfarna daga.  Hver hópur mun taka á móti gestum í Nýheimum og gera verkefnin sem hafa verið unnin sýnileg á einhvern hátt.

Klukkan 12 verður hver hópur með stutta kynningu þar sem skýrt er frá hvað því hvað hefur verið gert og hvert gestir geta farið til að kynna sér nánar vinnu nemenda. Sýningin verður opin til 13:30.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

 

Útvarp FAS

Í dag fimmtudag og á morgun föstudag verður útvarpshópur með útsendingar. Hægt er að hlusta á dagskrána hér:

 

Fimmtudagur:
9:00 – 11:00
Óvopnaðir Bændur: fréttir, spjall og fleira
Þáttastjórnendur: Bjarmi Þeyr Jónsson, Oddleifur Eiríksson og Kristofer Hernandez
11:00 – 13:00
Útvarp Gras: skemmtiþáttur þar sem verður spjallað við áhugavert fólk
Þáttastjórnendur: Hafþór Logi Heiðarsson, Ísar Karl Arnfinnsson og Sigurður Guðni Hallsson
13:00 – 16:00
Ekki hugmynd: íþróttir, tölvuleikir og skemmtilegt spjall.
Stjórnandi: Björgvin Ingi Valdimarsson

Föstudagur:
9:00 – 11:00
Óvopnaðir Bændur: fréttir, spjall og fleira
Þáttastjórnendur: Bjarmi Þeyr Jónsson, Oddleifur Eiríksson og Kristofer Hernandez
11:00 – 13:00
Útvarp Gras: skemmtiþáttur þar sem verður spjallað við áhugavert fólk
Þáttastjórnendur: Hafþór Logi Heiðarsson, Ísar Karl Arnfinnsson og Sigurður Guðni Hallsson
13:00 – 14:00
Ekki hugmynd: íþróttir, tölvuleikir og skemmtilegt spjall.
Stjórnandi: Björgvin Ingi Valdimarsson