Í dag var komið að fyrsta uppbroti vetrarins eins og við köllum það hér í FAS. Þá fellur kennsla niður í einn tíma og nemendur safnast saman til að fást við eitthvað annað en námið.
Núna kom góður gestur í heimsókn. Það var Oscar Avila sem er upplýsinga- og menningarfulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi. Hann á uppruna sinn í Bólivíu en flutti ungur til Bandaríkjanna og skilur því vel fólk sem þarf að læra nýtt tungumál. Það var ekki annað að heyra en að hann kynni íslensku nokkuð vel.
Oscar var hingað kominn til að segja frá starfsemi sendiráðsins. Það er svo sannarlega fjölbreytt og varðar bæði alls konar samstarf milli landanna auk þess að aðstoða og greiða leið þeirra sem vilja sækja Bandaríkin heim eða koma til Íslands.
Síðast en ekki síst vildi Oscar kynna möguleika ungs fólks til að sækja nám til Bandaríkjanna. Þar eru svo sannarlega margir möguleikar sem nemendur ættu að hafa í huga þegar þeir fara að huga að framhaldsnámi í framtíðinni.
Við þökkum Oskar Avila kærlega fyrir komuna og allar upplýsingarnar.
Nóg að gera í lok annar
Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...