Heimsókn frá bandaríska sendiráðinu

05.sep.2018

Oskar Avila upplýsinga- og menningarmálastjóri bandaríska sendiráðsins á Íslandi.

Í dag var komið að fyrsta uppbroti vetrarins eins og við köllum það hér í FAS. Þá fellur kennsla niður í einn tíma og nemendur safnast saman til að fást við eitthvað annað en námið.
Núna kom góður gestur í heimsókn. Það var Oscar Avila sem er upplýsinga- og menningarfulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi. Hann á uppruna sinn í Bólivíu en flutti ungur til Bandaríkjanna og skilur því vel fólk sem þarf að læra nýtt tungumál. Það var ekki annað að heyra en að hann kynni íslensku nokkuð vel.
Oscar var hingað kominn til að segja frá starfsemi sendiráðsins. Það er svo sannarlega fjölbreytt og varðar bæði alls konar samstarf milli landanna auk þess að aðstoða og greiða leið þeirra sem vilja sækja Bandaríkin heim eða koma til Íslands.
Síðast en ekki síst vildi Oscar kynna möguleika ungs fólks til að sækja nám til Bandaríkjanna. Þar eru svo sannarlega margir möguleikar sem nemendur ættu að hafa í huga þegar þeir fara að huga að framhaldsnámi í framtíðinni.
Við þökkum Oskar Avila kærlega fyrir komuna og allar upplýsingarnar.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...