Fjallanemar í fyrstu ferð

31.ágú.2018

Í þessari viku fer fram námskeiðið Gönguferð 1 í fjallamennskunáminu.  Um hádegisbil á þriðjudag lögðu fjallamennskunemar ásamt tveimur kennurum upp í þriggja daga gönguferð eftir að hafa varið mánudegi og þriðjudagsmorgni í að undirbúa veturinn og læra undirstöðuatriðin í ferðamennsku til fjalla og rötun með áttavita og korti.
Gengið var inn Laxárdal í Nesjum og um Endalausadal yfir í Lón. Hópurinn ferðaðist með allt sem til þurfti á bakinu, en áherslan í þessari ferð er að ná tökum á rötun með notkun korts og áttavita sem og að ferðast með allt á bakinu og gista í tjöldum.
Hópurinn gisti eina nótt í Laxárdal og eina nótt í Endalausadal. Ferðin gekk mjög vel, enda veður gott þó kalt hafi verið á nóttinni eins og búast má við þegar nær dregur vetri.

[modula id=“9760″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...