Góð næring bætir og kætir

04.sep.2018

Hafragrauturinn er frábær hjá Dísu.

Við erum afar ánægð að geta sagt frá því að veitingasala Nýheima er nú opin og stendur bæði nemendum og starfsmönnum hússins til boða. Það er gleðilegt ekki síst í ljósi þess að FAS er heilsueflandi framhaldsskóli og við vitum að góð næring skiptir miklu máli til að ná árangri. Það er Hafdís Gunnarsdóttir sem stendur vaktina í veitingasölunni.
Í löngu frímínútunum klukkan 10:05 er hægt að fá hafgragraut sem að svo sannarlega er góð næring og gott innlegg fyrir daginn.
Í hádeginu er síðan hægt að velja um að fá heitan mat eða súpu og salat. Það er hins vegar nauðsynlegt að skrá sig ef fólk hefur áhuga á að fá graut eða hádegismat.
Heitur matur fyrir alla önnina eða fram til 20. desember kostar 62.000 og súpa og salat kostar 40.000. Það er einnig hægt að kaupa tíu miða kort og velja hvaða daga miðarnir eru nýttir. Þeir sem velja þá leið þurfa hins vegar á föstudegi að skrá máltíðir fyrir komandi viku. Það er nauðsynlegt svo vitað sé hve margir borða á hverjum degi. Tíu miða kort fyrir heitan mat kosta 12.000 og fyrir þá sem velja salat og súpu 8.000.
Nú þegar hafa allmargir skráð sig í mat en enn er hægt að slást í hópinn. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar eða kaupa áskrift eða miða er bent á skrifstofu skólans.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...