Góð næring bætir og kætir

04.sep.2018

Hafragrauturinn er frábær hjá Dísu.

Við erum afar ánægð að geta sagt frá því að veitingasala Nýheima er nú opin og stendur bæði nemendum og starfsmönnum hússins til boða. Það er gleðilegt ekki síst í ljósi þess að FAS er heilsueflandi framhaldsskóli og við vitum að góð næring skiptir miklu máli til að ná árangri. Það er Hafdís Gunnarsdóttir sem stendur vaktina í veitingasölunni.
Í löngu frímínútunum klukkan 10:05 er hægt að fá hafgragraut sem að svo sannarlega er góð næring og gott innlegg fyrir daginn.
Í hádeginu er síðan hægt að velja um að fá heitan mat eða súpu og salat. Það er hins vegar nauðsynlegt að skrá sig ef fólk hefur áhuga á að fá graut eða hádegismat.
Heitur matur fyrir alla önnina eða fram til 20. desember kostar 62.000 og súpa og salat kostar 40.000. Það er einnig hægt að kaupa tíu miða kort og velja hvaða daga miðarnir eru nýttir. Þeir sem velja þá leið þurfa hins vegar á föstudegi að skrá máltíðir fyrir komandi viku. Það er nauðsynlegt svo vitað sé hve margir borða á hverjum degi. Tíu miða kort fyrir heitan mat kosta 12.000 og fyrir þá sem velja salat og súpu 8.000.
Nú þegar hafa allmargir skráð sig í mat en enn er hægt að slást í hópinn. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar eða kaupa áskrift eða miða er bent á skrifstofu skólans.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...