Viðburðaklúbbur stendur fyrir sínu

14.sep.2018

Líkt og undanfarin ár hefur tómstundastarf í FAS farið fram í gegnum klúbba. Einn klúbbanna sem er starfræktur kallast viðburðaklúbbur og eins og nafnið segir til um stendur hann fyrir ýmsum uppákomum.
Á miðvikudagskvöldið stóð klúbburinn fyrir bíókvöldi í skólanum. Horft var á myndina The Impossible. Áður en myndin hófst gæddu bíógestir sér á pizzum og létu síðan fara vel um sig á dýnum sem þeir fengu að láni í íþróttahúsinu. Það var ljómandi góð mæting og almenn kátína með viðburðinn. Þá voru húsverðirnir sérstaklega ánægðir með góða umgengni. (Að þessu sinni gleymdist að taka mynd en úr því verður bætt í næsta viðburði).

Í næstu viku er ætlunin að blása til dansleiks í Sindrabæ og er líklegt að Óli Geir muni „þeyta skífurnar“ og halda uppi fjörinu. Ballið mun verða auglýst nánar þegar nær dregur.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...