Viðburðaklúbbur stendur fyrir sínu

14.sep.2018

Líkt og undanfarin ár hefur tómstundastarf í FAS farið fram í gegnum klúbba. Einn klúbbanna sem er starfræktur kallast viðburðaklúbbur og eins og nafnið segir til um stendur hann fyrir ýmsum uppákomum.
Á miðvikudagskvöldið stóð klúbburinn fyrir bíókvöldi í skólanum. Horft var á myndina The Impossible. Áður en myndin hófst gæddu bíógestir sér á pizzum og létu síðan fara vel um sig á dýnum sem þeir fengu að láni í íþróttahúsinu. Það var ljómandi góð mæting og almenn kátína með viðburðinn. Þá voru húsverðirnir sérstaklega ánægðir með góða umgengni. (Að þessu sinni gleymdist að taka mynd en úr því verður bætt í næsta viðburði).

Í næstu viku er ætlunin að blása til dansleiks í Sindrabæ og er líklegt að Óli Geir muni „þeyta skífurnar“ og halda uppi fjörinu. Ballið mun verða auglýst nánar þegar nær dregur.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...