Gróðurreitir FAS á Skeiðarárandi

29.ágú.2018

Árið 2009 voru settir niður fimm 25 fermetra reitir á Skeiðarársandi á vegum FAS. Tilgangurinn var að fara með nemendur á sandinn til að fylgjast með framvindu gróðurs á svæðinu og þá einkum birkitrjáa en þá var farið að bera á mörgum plöntum um miðbik sandsins.
Síðan 2009 hefur verið farið árlega á sandinn með nemendahóp og í dag var komið að 10. ferðinni. Að þessu sinni voru tæplega 20 nemendur í ferðinni auk kennara og Kristínar og Lilju frá Náttúrustofu Suðausturlands. Landið skartaði sínu fegursta og veðrið lék við okkur á sandinum en þar var sól, logn og 12 stiga hiti.
Áður en farið er af stað er nemendum skipt í hópa og hver nemandi hefur ákveðið hlutverk. Það skiptir miklu máli svo að vinnan á vettvangi gangi sem best. Vinnan beinist mest að reitunum fimm en á göngu á milli reitanna höfum við séð tré sem eru stærri en þau sem eru inni í okkar reitum. Fyrir ferðina í dag ákváðum við að merkja og mæla 3 tré sem eru utan reita en eru orðin nokkuð há. Hæsta tréð sem við mældum í dag er staðsett ofan í jökulkeri og mældist það 3,34 metrar.
Næstu daga munu nemendur vinna úr gögnunum sem var safnað saman í dag og vinna skýrslu um ferðina. Í lokin er vert að taka fram að hópurinn í dag vann vel og kom heim um margt fróðari.

[modula id=“9759″]

 

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...