Nýnemadagur í FAS

nynemadagur_tSíðustu ár hefur verið unnið markvisst af því í FAS að breyta móttöku nýrra nemenda. Í ár má segja að lokaskrefið hafi verið stigið og það sem áður kallaðist busavígsla heitir nú nýnemadagur.
Nemendaráð og hópur eldri nemenda sáu um að skipuleggja leiki þar sem eldri nemendum og nýnemum var blandað saman í lið og aðal markmiðið var að hafa gaman saman. Hvert lið hafði sérstakan lit og áttu liðin að leysa ýmsar þrautir og safna með því stigum. Sumar þrautirnar verða að teljast nokkuð óvenjulegar svo sem að lyfta ferðamanni eða að finna þjóðþekktan einstakling og taka mynd af hópnum með honum. Myndirnar voru settar á Instagram og er hægt að skoða þær á heimasíðu skólans á þessari slóð. Að leik loknum var boðið upp á grillaða hamborgara og nýnemum síðan afhentar rósir til að bjóða þá velkomna í skólann.
Leikurinn tókst ljómandi vel og ekki annað að sjá að allir hafi skemmt sér vel. Það verður síðan tilkynnt hvaða lið bar sigur úr býtum á nýnemaballi í næstu viku.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hóp nýnema í FAS með forseta og varaforseta nemendafélagsins. Þó er vert að geta þess að í dag vantaði allmarga nýnema sem voru fjarverandi af ýmsum ástæðum.

Nýnemadagur

Hér munu myndir birtast í tengslum við nýnemadaginn

[instagram-feed type=hashtag hashtag=“FASagulur“ num=4 cols=4 showcaption=false]
[instagram-feed type=hashtag hashtag=“FASblár“ num=4 cols=4 showcaption=false]
[instagram-feed type=hashtag hashtag=“#FASbleikur, #bleikir“ num=4 cols=4 showcaption=false]
[instagram-feed type=hashtag hashtag=“#FASbrún“ num=4 cols=4 showcaption=false]
[instagram-feed type=hashtag hashtag=“#FASgulur“ num=4 cols=4 showcaption=false]
[instagram-feed type=hashtag hashtag=“#FAShvítt,#FAShvítur,#FAShvitur“ num=4 cols=4 showcaption=false]
[instagram-feed type=hashtag hashtag=“#FASsvartur“ num=4 cols=4 showcaption=false]
[instagram-feed type=hashtag hashtag=“#fasgrænn“ num=4 cols=4 showcaption=false]

Fjallanám – eitthvað fyrir þig?

isklifur2Á síðasta vetri var nám í fjallamennsku endurskipulagt. Nú er ekki lengur miðað við lágmarksaldur 18 ár og því geta nemendur jafnvel á fyrsta ári verið með. Náminu er skipt í fjóra námsþætti og fer námið nær eingöngu fram utan skólans. Við viljum vekja athygli á því að nám í fjallamennsku er hægt að nota sem sérhæfingu og línu á kjörnámsbraut sem er ein af brautum til stúdentsprófs í FAS.
Nemendur sem eru í námi í FAS geta gjarnan verið með í fjallanámi kjósi þeir svo. Það er einungis ein vika sem þeir þyrftu að vera frá skóla og þá væri hægt að semja við aðra kennara um O-skráningu.
Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að takast á við nýjar og spennandi áskoranir að kynna sér málið með því að skoða meðfylgjandi viðhengi.

Skólasetning í dag

skolasetningKlukkan tíu í morgun hófst skólastarf haustannarinnar formlega þegar skólinn var settur. Eftir stutt innlegg frá skólameistara var félagslíf nemenda kynnt og nemendur hvattir til að velja sig í hópa. Klukkan ellefu hófust umsjónarfundir þar sem nemendur fengu afhentar stundatöflur. Þar var einnig farið yfir skipulag, s.s. hvernig vinnulagi er háttað í skólanum, mætingar og Innu og Kennsluvef sem eru kerfi til að halda utan um nám nemenda. Á umsjónarfundi er líka mögulegt að breyta skráningum ef á þarf að halda.
Kennsla hefst svo á mánudag samkvæmt stundaskrá. Hlökkum til að sjá ykkur þá.

Skólinn byrjar senn

fas2Nú er heldur betur farið að styttast í að skólastarf haustannar hefjist. Skólinn verður settur föstudaginn 21. ágúst klukkan tíu í fyrirlestrasal Nýheima. Í kjölfarið verða umsjónarfundir þar sem nemendur fá m.a. afhentar stundaskrár. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá mánudaginn 24. ágúst.
Hægt er að skrá sig í nám allt fram til 28. ágúst en best er að skrá sig sem fyrst. Upplýsingar um námsframboð er að finna á heimasíðu skólans.

Spennandi námskeið á vegum FAS

FAS vill vekja athygli á spennandi námskeiði í byrjun næsta skólaárs.

Smáskipavélavörður – vélgæslunámskeið 

Námskeiðið veitir réttindi til starfa sem vélavörður á skipi með 750 kW vél eða minni og 12 m og styttra að skráningarlengd. Bóklegt og verklegt nám, alls um 85 kennslustundir (56 klukkustundir) að lengd og stendur yfir í 2 vikur.  Námskeiðið verður haldið á Djúpavogi ef næg þátttaka fæst og kennslan hefst mánudaginn 24. ágúst.

Bókleg kennsla fer fram virka daga frá kl.17:00 til 21:10. Inni í námskeiðinu er námsferð í Tækniskólann þar sem verkleg kennsla fer fram laugardaginn 29. ágúst og sunnudaginn 30. ágúst.  Föstudagurinn 28. ágúst verður nýttur fyrir nemendur til að koma sér til Reykjavíkur. Námskeiðinu lýkur mánudaginn 7. september með skriflegu lokaprófi. Bóklega kennslu annast Magnús Hreinsson og verklega kennslu annast kennarar í Véltækniskólanum ásamt Magnúsi.

Áhugasamir hafi samband við Magnús í netfang maggihr@simnet.is eða í síma 867 7160 og hann skráir þátttakendur og veitir nánari upplýsingar. Einnig er hægt að hafa samband við Zophonías Torfason skólameistara í netfang skolameistari@fas.is

Skráningarfrestur er til 15. ágúst 2015.