Íslenskur aðall til sýnis

14.apr.2016

Íslenzkur Aðall1Nemendur í íslensku hafa verið að lesa Íslenzkan aðal eftir Þórberg Þórðarson síðustu vikur. Unnin hafa verið verkefni í tengslum við lesturinn, farið í heimsókn á Þórbergssetrið á Hala í Suðursveit og velt upp hugmyndum um lífið nú og þá. Atburðirnir sem lýst er í sögunni gerðust árið 1912 og því er forvitnilegt að bera saman tímana tvenna og velta fyrir sér breytingum á nánast öllum sviðum daglegrar tilveru. En innst inni erum við bara venjulegt fólk. Ungt fólk þarf að skemmta sér, ræða um sín áhugamál, stunda vinnu til að geta borgað húsaleigu og mat og eiga sína drauma um betra líf.
Allt þetta og meira til má sjá í sýnishornum af verkefnum nemenda sem verða til hengd upp á veggi í stofu 204 í FAS í dag.
Sýningin verður opin út þennan mánuð og eru allir velkomnir að skoða afrakstur nemenda þegar ekki er verið að kenna í stofunni.
Við viljum koma að sérstöku þakklæti á framfæri til Þorbjargar Arnórsdóttur forstöðumanns Þórbergsseturs fyrir góðar móttökur og fróðleik.

Aðrar fréttir

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...