Íslenskur aðall til sýnis

14.apr.2016

Íslenzkur Aðall1Nemendur í íslensku hafa verið að lesa Íslenzkan aðal eftir Þórberg Þórðarson síðustu vikur. Unnin hafa verið verkefni í tengslum við lesturinn, farið í heimsókn á Þórbergssetrið á Hala í Suðursveit og velt upp hugmyndum um lífið nú og þá. Atburðirnir sem lýst er í sögunni gerðust árið 1912 og því er forvitnilegt að bera saman tímana tvenna og velta fyrir sér breytingum á nánast öllum sviðum daglegrar tilveru. En innst inni erum við bara venjulegt fólk. Ungt fólk þarf að skemmta sér, ræða um sín áhugamál, stunda vinnu til að geta borgað húsaleigu og mat og eiga sína drauma um betra líf.
Allt þetta og meira til má sjá í sýnishornum af verkefnum nemenda sem verða til hengd upp á veggi í stofu 204 í FAS í dag.
Sýningin verður opin út þennan mánuð og eru allir velkomnir að skoða afrakstur nemenda þegar ekki er verið að kenna í stofunni.
Við viljum koma að sérstöku þakklæti á framfæri til Þorbjargar Arnórsdóttur forstöðumanns Þórbergsseturs fyrir góðar móttökur og fróðleik.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...