Álftatalningaferð

17.mar.2016

IMG_4000

Ísilagt lónið

Í gær hélt hópur nemenda í umhverfis- og auðlindaferð í árlega álftatalningu í Lóni. Aðstæður að þessu sinni voru sérstakar því lónið þar sem álftirnar gjarnan halda sig var að stærstum hluta ísi lagt. Þess vegna voru mun færri fuglar á lóninu núna miðað við undanfarin ár. Þeir fuglar sem sáust héldu sig í vökum á lóninu og meðfram landi þar sem ís var horfinn.
Eins og nafn áfangans segir til um hefur nokkuð verið fjallað um umhverfið og hvernig við förum með það. Í ferðinni í gær ákváðum við að safna öllu drasli sem við sáum á talningastöðum og á þeirri leið sem við röltum. Afraksturinn varð fullur ruslapoki þar sem mest var um plast. En eins og margir vita eyðist það seint í náttúrunni og er skaðlegt fyrir lífríkið til lengri tíma litið. Á bakaleiðinni stoppuðum við hjá urðunarstaðnum fyrir sveitarfélagið í Lóni og virtum fyrir okkur holuna þar sem ruslið er urðað. Einhverjum fannst nú lyktin þar frekar slæm. Hægt er að skoða myndir úr ferðinni á fésbókarsíðu skólans.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...