Álftatalningaferð

17.mar.2016

IMG_4000

Ísilagt lónið

Í gær hélt hópur nemenda í umhverfis- og auðlindaferð í árlega álftatalningu í Lóni. Aðstæður að þessu sinni voru sérstakar því lónið þar sem álftirnar gjarnan halda sig var að stærstum hluta ísi lagt. Þess vegna voru mun færri fuglar á lóninu núna miðað við undanfarin ár. Þeir fuglar sem sáust héldu sig í vökum á lóninu og meðfram landi þar sem ís var horfinn.
Eins og nafn áfangans segir til um hefur nokkuð verið fjallað um umhverfið og hvernig við förum með það. Í ferðinni í gær ákváðum við að safna öllu drasli sem við sáum á talningastöðum og á þeirri leið sem við röltum. Afraksturinn varð fullur ruslapoki þar sem mest var um plast. En eins og margir vita eyðist það seint í náttúrunni og er skaðlegt fyrir lífríkið til lengri tíma litið. Á bakaleiðinni stoppuðum við hjá urðunarstaðnum fyrir sveitarfélagið í Lóni og virtum fyrir okkur holuna þar sem ruslið er urðað. Einhverjum fannst nú lyktin þar frekar slæm. Hægt er að skoða myndir úr ferðinni á fésbókarsíðu skólans.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...