Álftatalningaferð

17.mar.2016

IMG_4000

Ísilagt lónið

Í gær hélt hópur nemenda í umhverfis- og auðlindaferð í árlega álftatalningu í Lóni. Aðstæður að þessu sinni voru sérstakar því lónið þar sem álftirnar gjarnan halda sig var að stærstum hluta ísi lagt. Þess vegna voru mun færri fuglar á lóninu núna miðað við undanfarin ár. Þeir fuglar sem sáust héldu sig í vökum á lóninu og meðfram landi þar sem ís var horfinn.
Eins og nafn áfangans segir til um hefur nokkuð verið fjallað um umhverfið og hvernig við förum með það. Í ferðinni í gær ákváðum við að safna öllu drasli sem við sáum á talningastöðum og á þeirri leið sem við röltum. Afraksturinn varð fullur ruslapoki þar sem mest var um plast. En eins og margir vita eyðist það seint í náttúrunni og er skaðlegt fyrir lífríkið til lengri tíma litið. Á bakaleiðinni stoppuðum við hjá urðunarstaðnum fyrir sveitarfélagið í Lóni og virtum fyrir okkur holuna þar sem ruslið er urðað. Einhverjum fannst nú lyktin þar frekar slæm. Hægt er að skoða myndir úr ferðinni á fésbókarsíðu skólans.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...