Í þessari viku höfum við í FAS gefið okkur smá tíma fyrir félagslíf nemenda.
Á síðasta vetrardag var hefðbundin kennsla lögð niður í 2 tíma og nemendafundur haldinn. Þar var nemendum skólans skipt upp í hópa. Hver hópur fékk ákveðin fyrirmæli sem snérust um félagslíf og hvers vegna það væri mikilvægt. Einnig átti koma með hugmyndir um hvað hægt væri að gera til að efla félagslífið. Margar flottar hugmyndir komu frá hópunum og munu þær verða teknar fyrir af nemendaráði næsta haust. Það er jú undir nemendum komið að skipuleggja sitt félagslíf.
Sama dag voru kosningar í fullum gangi og nemendur kusu sér nýjan forseta og varaforseta nemendafélagsins. Í framboði voru fjórar glæsilegar stúlkur. Það voru þær Adisa Mesetovic, Björk Davíðsdóttir, Hafdís Lára Sigurðardóttir og Sigrún Birna Steinarsdóttir.
Það kom í ljós að ekki mátti minna muna á tveimur efstu frambjóðendunum en það munaði ekki nema einu atkvæði á milli þeirra. Það var hún Adisa sem hlaut flest atkvæði og verður þar með forseti nemendafélagsins á næsta ári og með henni verður Björk sem hlaut næstflest atkvæði. Við viljum óska þeim innilega til hamingju og á sama tíma vonum við innilega að Hafdís og Sigrún taki fullan þátt í nemendaráði næsta vetur líka enda mikill fengur að hafa þær.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...