Sólin bætir og kætir

17.mar.2016

20160317_124838Við höfum verið svo heppin að hitastig hefur tekið að hækka aðeins hérna á suðausturhorninu síðustu daga. Það má taka vel eftir því hérna í FAS og er eins og lundin léttist örlítið á nemendum og kennurum með hverjum sólardeginum. Kannski er ástæðan að páskafrí hefst eftir að kennslu lýkur á morgun, hver veit?
Í hádeginu í dag tóku nokkrir nemendur sig til og nutu sólarinnar fyrir utan Nýheima. Farið var í hina ýmsu leiki og mátti til dæmis sjá nemendur hoppa í snú snú og takast á í reipitogi.
Við vonum innilega að vorið sé komið og sólardagarnir verði fleiri á næstunni.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...