Sólin bætir og kætir

17.mar.2016

20160317_124838Við höfum verið svo heppin að hitastig hefur tekið að hækka aðeins hérna á suðausturhorninu síðustu daga. Það má taka vel eftir því hérna í FAS og er eins og lundin léttist örlítið á nemendum og kennurum með hverjum sólardeginum. Kannski er ástæðan að páskafrí hefst eftir að kennslu lýkur á morgun, hver veit?
Í hádeginu í dag tóku nokkrir nemendur sig til og nutu sólarinnar fyrir utan Nýheima. Farið var í hina ýmsu leiki og mátti til dæmis sjá nemendur hoppa í snú snú og takast á í reipitogi.
Við vonum innilega að vorið sé komið og sólardagarnir verði fleiri á næstunni.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...