Gróðurreitir FAS á Skeiðarársandi

gunnsibHaustið 2009 var farið að bera töluvert á birki- og víðiplöntum um miðbik Skeiðarársands og þá voru settir niður fimm reitir á sandinn. Reitirnir sem hver um sig er 25 m2 voru settir niður svo hægt væri að fylgjast markvisst með þessum breytingum á náttúrunni. Tilgangurinn var líka sá að  fá nemendur til að skoða náttúruna í kringum sig en FAS hefur alla tíð lagt á það áherslu að gera nemendur meðvitaða um umhverfi sitt.
Í haust var farið í mæliferð þann 1. september að öllum reitunum. Fyrir ferðina var nemendum skipt í hópa því allir fá ákveðið hlutverk. Það er margt sem þarf að gera á vettvangi og mikilvægt að vinnan gangi vel fyrir sig. Að þessu sinni var ákveðið að bjóða nokkrum gestum með í ferðina. Það má líta að það sem skref í áttina til að leyfa almenningi að fylgjast með skólastarfi og þeim vinnubrögðum sem við leggjum áherslu á í FAS. Einnig var Kristín Hermannsdóttir frá Náttúrustofu Suðausturlands með í för og fylgdi einum hópnum á vettvangi.
Það hafa oft sést meiri breytingar á milli ára en núna. Reyndar var töluvert um nýjar plöntur í reitunum en þær eru enn svo litlar að þær eru ekki mældar sérstaklega. En til að komast í þann hóp að fylgst sé með plöntum árlega þurfa þær að hafa náð a.m.k. 10 cm hæð. Haustið 2014 var mjög mikið um fiðrildalirfur en núna sáust þær varla. Þó mátti merkja á mörgum plantnanna að skordýr hefðu komið þar við. Aðeins sást ummerki um beit á einni plöntu. Minna var um krækiber en oft áður og aðeins sást kindaskítur í reit eitt.
Haustið 2014 var nokkuð um sand í dældum og sandurinn var sums staðar það þykkur að hann náði að kæfa litlar plöntur. Sandfok var núna einungis áberandi í einum reit.
Þegar hæð trjánna er skoðuð sérstaklega eru tiltölulegar litlar breytingar á hæð trjánna á milli ára. Einhver tré hækka um örfáa cm á meðan önnur standa nánast í stað. Það er ekki ólíklegt að kuldi í vor og fyrri hluta sumars hafi þar áhrif. Stærsta tréð innan mælireitanna þetta árið var 180 cm á hæð.
Síðustu daga hafa nemendur svo unnið úr gögnunum sem söfnuðust. Sú vinna flest m.a. í því að skoða tölulegar upplýsingar á milli ára og velta fyrir sér líklegum skýringum á breytingum.  Líkt og fyrri ár verða niðurstöður ferðarinnar birtar á http://nattura.fas.is/

Hjördís Skírnisdóttir

Hafragrauturinn kætir og bætir

hafragrauturLíkt og á síðasta skólaári gefst nemendum FAS kostur á því að fá sér hafragraut á Nýtorgi í löngu frímínútunum. Þessi tilraun hófst í kjölfar þátttöku í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli og skilaði strax góðum árangri. Þeir nemendur sem nýta sér grautinn eru sammála um að hann bæði kæti og bæti enda er hann holl og góð næring. Ekki er verra að grauturinn er í boði skólans.
Á hverjum degi koma á milli 30 – 40 nemendur til að fá sér graut. Yfir grautnum spjalla nemendur saman eða tékka aðeins á því hvað er í gangi á veraldarvefnum.

Fyrirlestur um geðheilbrigði

birgir_hamÍ dag kom til okkar góður gestur í FAS en það var Birgir Þór Guðmundsson sálfræðingur sveitarfélagsins. Í fyrravor var lögð fyrir könnun um líðan á meðal nemenda og niðurstöður þeirrar könnunar gáfu tilefni til þess að gefa þyrfti betur gaum að líðan nemenda.
Birgir  hélt fyrirlestur fyrir nemendur og starfsfólk um það hvernig þekkja megi einkenni kvíða og þunglyndis og bregðast við. Í máli hans kom fram að um það bil 40% finni einhvern tímann á lífsleiðinni fyrir depurð eða kvíða sem getur þróast yfir í þunglyndi. Því er afar mikilvægt að þekkja einkennin og vita hvernig hægt er að nálgast hjálp. FAS býður þeim nemendum sem telja sig þurfa á aðstoð að halda upp á námskeið í hugrænni atferlismeðferð en það kom einmitt fram í máli Birgis. Þeir sem telja sér hag af slíku námskeiði eru hvattir til að hafa samband við Margréti Gauju námsráðgjafa sem fyrst.
Undanfarin ár hefur FAS tekið þátt í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli þar sem hefur verið fjallað um mikilvægi hreyfingar, næringar, geðræktar og lífsstíls til að líða sem best og þar með að ná árangri. Þessi fyrirlestur er liður í því verkefni. Við þökkum Birgi kærlega fyrir gott og þarft innlegg.

FAS hlýtur styrk hjá Eramsus+

rannis_styrkurSíðasta vetur var unnið að nýrri umsókn í FAS um nýtt erlent samskiptaverkefni en hægt er að sækja um slíkt hjá Erasmus+ sem er ein af menntaáætlunum Evrópusambandsins. Umsóknin er unnin með skóla í borginni Wroclaw í Póllandi og byggir m.a. á verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli.
Það er skemmst frá því að segja að umsóknin var samþykkt og er FAS eini íslenski framhaldsskólinn sem stýrir verkefni í flokkunum samstarfsverkefni að þessu sinni. Styrkupphæð til verkefnisins getur numið allt að 68.320 evrum.
Síðastliðinn mánudag var námskeið fyrir verkefnastjóra og skrifað undir samninga hjá Rannís. Á meðfylgjandi mynd má sjá verkefnastjóra í flokki leik-, grunn- og framhaldsskóla. Nánar má lesa um verkefni sem fengu styrk hér

Nýnemadagur í FAS

nynemadagur_tSíðustu ár hefur verið unnið markvisst af því í FAS að breyta móttöku nýrra nemenda. Í ár má segja að lokaskrefið hafi verið stigið og það sem áður kallaðist busavígsla heitir nú nýnemadagur.
Nemendaráð og hópur eldri nemenda sáu um að skipuleggja leiki þar sem eldri nemendum og nýnemum var blandað saman í lið og aðal markmiðið var að hafa gaman saman. Hvert lið hafði sérstakan lit og áttu liðin að leysa ýmsar þrautir og safna með því stigum. Sumar þrautirnar verða að teljast nokkuð óvenjulegar svo sem að lyfta ferðamanni eða að finna þjóðþekktan einstakling og taka mynd af hópnum með honum. Myndirnar voru settar á Instagram og er hægt að skoða þær á heimasíðu skólans á þessari slóð. Að leik loknum var boðið upp á grillaða hamborgara og nýnemum síðan afhentar rósir til að bjóða þá velkomna í skólann.
Leikurinn tókst ljómandi vel og ekki annað að sjá að allir hafi skemmt sér vel. Það verður síðan tilkynnt hvaða lið bar sigur úr býtum á nýnemaballi í næstu viku.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hóp nýnema í FAS með forseta og varaforseta nemendafélagsins. Þó er vert að geta þess að í dag vantaði allmarga nýnema sem voru fjarverandi af ýmsum ástæðum.

Nýnemadagur

Hér munu myndir birtast í tengslum við nýnemadaginn

[instagram-feed type=hashtag hashtag=“FASagulur“ num=4 cols=4 showcaption=false]
[instagram-feed type=hashtag hashtag=“FASblár“ num=4 cols=4 showcaption=false]
[instagram-feed type=hashtag hashtag=“#FASbleikur, #bleikir“ num=4 cols=4 showcaption=false]
[instagram-feed type=hashtag hashtag=“#FASbrún“ num=4 cols=4 showcaption=false]
[instagram-feed type=hashtag hashtag=“#FASgulur“ num=4 cols=4 showcaption=false]
[instagram-feed type=hashtag hashtag=“#FAShvítt,#FAShvítur,#FAShvitur“ num=4 cols=4 showcaption=false]
[instagram-feed type=hashtag hashtag=“#FASsvartur“ num=4 cols=4 showcaption=false]
[instagram-feed type=hashtag hashtag=“#fasgrænn“ num=4 cols=4 showcaption=false]