Fréttir frá FAS

06.apr.2017

Hljómsveitin Misty

Það þekkja flestir Músíktilraunir enda hafa margar frægar hljómsveitir hafið feril sinn þar. Í vetur tók hljómsveitin Misty þátt en það eru strákar sem við hér í FAS þekkjum vel. Hljómsveitina skipa þeir Birkir Þór og Þorkell Ragnar sem báðir útskrifuðust síðast liðið vor. Þeir spila báðir á rafmagnsgítar og það má einnig geta þess að Birkir smíðaði gítarinn sinn sjálfur í Fablab smiðjunni í fyrra. Trymbillinn í hljómsveitinni er Ísar Svan en hann er nemandi í FAS. Strákarnir semja tónlistina sjálfir og lýsa sem „instrumental post-rokki með smá progg áhrifum“. Það er skemmst frá því að segja að strákarnir komust áfram úr undankeppninni og spiluðu í úrslitum síðasta laugardag. Þar voru þeir kosnir „hljómsveit fólksins“ en þeir sigruðu símakosninguna.
Við í FAS erum stolt af okkar mönnum og óskum þeim til hamingju með flottan árangur.

Nú er að koma að langþráðu páskafríi en það hefst eftir að kennslu lýkur á morgun, föstudag. Um leið og við óskum öllum gleðilegra páska vonum við að allir hafi það sem best í fríinu og komi endurnærðir til baka.
Kennsla hefst aftur 19. apríl samkvæmt stundaskrá.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...