Fréttir frá FAS

06.apr.2017

Hljómsveitin Misty

Það þekkja flestir Músíktilraunir enda hafa margar frægar hljómsveitir hafið feril sinn þar. Í vetur tók hljómsveitin Misty þátt en það eru strákar sem við hér í FAS þekkjum vel. Hljómsveitina skipa þeir Birkir Þór og Þorkell Ragnar sem báðir útskrifuðust síðast liðið vor. Þeir spila báðir á rafmagnsgítar og það má einnig geta þess að Birkir smíðaði gítarinn sinn sjálfur í Fablab smiðjunni í fyrra. Trymbillinn í hljómsveitinni er Ísar Svan en hann er nemandi í FAS. Strákarnir semja tónlistina sjálfir og lýsa sem „instrumental post-rokki með smá progg áhrifum“. Það er skemmst frá því að segja að strákarnir komust áfram úr undankeppninni og spiluðu í úrslitum síðasta laugardag. Þar voru þeir kosnir „hljómsveit fólksins“ en þeir sigruðu símakosninguna.
Við í FAS erum stolt af okkar mönnum og óskum þeim til hamingju með flottan árangur.

Nú er að koma að langþráðu páskafríi en það hefst eftir að kennslu lýkur á morgun, föstudag. Um leið og við óskum öllum gleðilegra páska vonum við að allir hafi það sem best í fríinu og komi endurnærðir til baka.
Kennsla hefst aftur 19. apríl samkvæmt stundaskrá.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...