Fréttir frá FAS

06.apr.2017

Hljómsveitin Misty

Það þekkja flestir Músíktilraunir enda hafa margar frægar hljómsveitir hafið feril sinn þar. Í vetur tók hljómsveitin Misty þátt en það eru strákar sem við hér í FAS þekkjum vel. Hljómsveitina skipa þeir Birkir Þór og Þorkell Ragnar sem báðir útskrifuðust síðast liðið vor. Þeir spila báðir á rafmagnsgítar og það má einnig geta þess að Birkir smíðaði gítarinn sinn sjálfur í Fablab smiðjunni í fyrra. Trymbillinn í hljómsveitinni er Ísar Svan en hann er nemandi í FAS. Strákarnir semja tónlistina sjálfir og lýsa sem „instrumental post-rokki með smá progg áhrifum“. Það er skemmst frá því að segja að strákarnir komust áfram úr undankeppninni og spiluðu í úrslitum síðasta laugardag. Þar voru þeir kosnir „hljómsveit fólksins“ en þeir sigruðu símakosninguna.
Við í FAS erum stolt af okkar mönnum og óskum þeim til hamingju með flottan árangur.

Nú er að koma að langþráðu páskafríi en það hefst eftir að kennslu lýkur á morgun, föstudag. Um leið og við óskum öllum gleðilegra páska vonum við að allir hafi það sem best í fríinu og komi endurnærðir til baka.
Kennsla hefst aftur 19. apríl samkvæmt stundaskrá.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...