Fréttir frá FAS

06.apr.2017

Hljómsveitin Misty

Það þekkja flestir Músíktilraunir enda hafa margar frægar hljómsveitir hafið feril sinn þar. Í vetur tók hljómsveitin Misty þátt en það eru strákar sem við hér í FAS þekkjum vel. Hljómsveitina skipa þeir Birkir Þór og Þorkell Ragnar sem báðir útskrifuðust síðast liðið vor. Þeir spila báðir á rafmagnsgítar og það má einnig geta þess að Birkir smíðaði gítarinn sinn sjálfur í Fablab smiðjunni í fyrra. Trymbillinn í hljómsveitinni er Ísar Svan en hann er nemandi í FAS. Strákarnir semja tónlistina sjálfir og lýsa sem „instrumental post-rokki með smá progg áhrifum“. Það er skemmst frá því að segja að strákarnir komust áfram úr undankeppninni og spiluðu í úrslitum síðasta laugardag. Þar voru þeir kosnir „hljómsveit fólksins“ en þeir sigruðu símakosninguna.
Við í FAS erum stolt af okkar mönnum og óskum þeim til hamingju með flottan árangur.

Nú er að koma að langþráðu páskafríi en það hefst eftir að kennslu lýkur á morgun, föstudag. Um leið og við óskum öllum gleðilegra páska vonum við að allir hafi það sem best í fríinu og komi endurnærðir til baka.
Kennsla hefst aftur 19. apríl samkvæmt stundaskrá.

Aðrar fréttir

Haus hugarþjálfun og FAS í samstarf

Haus hugarþjálfun og FAS í samstarf

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu og Haus hugarþjálfun hafa gert með sér samkomulag um að nemendur á afreksíþróttasviði FAS hafi aðgang að Haus hugarþjálfunarstöð.  Þar læra nemendur að setja sér góð markmið, auka sjálfstraust og bæta einbeitingu en þetta eru...

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...