Umhverfisdagur í Nýheimum

25.apr.2017

Hildur, Kristín og Adisa stóðu sig vel í innkaupapokagerðinni.

Í dag tóku nemendur FAS og starfsfólk Nýheima saman höndum og vörðu hluta úr deginum til að fegra og bæta umhverfið.
Hugrún Harpa var með kynningu á því fyrir nemendur hvernig eigi að standa að flokkun á efri hæðinni en þar er hægt að gera betur.
Klukkan 11 hófst vinnan við að fegra og bæta. Unnið var í nokkrum hópum bæði innanhúss og utan. Það er ótrúlega mikið drasl sem safnast saman þegar að er gáð. Utanhúss bar mest á sígarettustubbum, rakettudrasli og plasti. Þá vann einn hópur í því að hreinsa upp tyggjóklessur utandyra en margir hafa þann leiða ávana að spýta tuggunum út úr sér þar sem þeir eru. Tyggjóklessurnar liggja síðan á gangstéttum og eru til lítillar prýði. Það voru líka einhverjir sem mættu með saumavélur og bjuggu til poka úr gömlum bolum fyrir pokastöðina í Nettó. Það var orðin dágóð hrúga af pokum sem voru gerðir í þetta sinn.
Að lokinni vinnunni var síðan boðið upp á hamborgara sem runnu ljúflega niður.
Það má með sanni segja að í dag hafi máltækið „margar hendur vinna létt verk“ sannað gildi sitt og ávinningurinn er hreinna og um leið fallegra umhverfi. Myndir frá deginum má sjá á fésbókarsíðu skólans.

Aðrar fréttir

Haus hugarþjálfun og FAS í samstarf

Haus hugarþjálfun og FAS í samstarf

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu og Haus hugarþjálfun hafa gert með sér samkomulag um að nemendur á afreksíþróttasviði FAS hafi aðgang að Haus hugarþjálfunarstöð.  Þar læra nemendur að setja sér góð markmið, auka sjálfstraust og bæta einbeitingu en þetta eru...

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...