Í dag tóku nemendur FAS og starfsfólk Nýheima saman höndum og vörðu hluta úr deginum til að fegra og bæta umhverfið.
Hugrún Harpa var með kynningu á því fyrir nemendur hvernig eigi að standa að flokkun á efri hæðinni en þar er hægt að gera betur.
Klukkan 11 hófst vinnan við að fegra og bæta. Unnið var í nokkrum hópum bæði innanhúss og utan. Það er ótrúlega mikið drasl sem safnast saman þegar að er gáð. Utanhúss bar mest á sígarettustubbum, rakettudrasli og plasti. Þá vann einn hópur í því að hreinsa upp tyggjóklessur utandyra en margir hafa þann leiða ávana að spýta tuggunum út úr sér þar sem þeir eru. Tyggjóklessurnar liggja síðan á gangstéttum og eru til lítillar prýði. Það voru líka einhverjir sem mættu með saumavélur og bjuggu til poka úr gömlum bolum fyrir pokastöðina í Nettó. Það var orðin dágóð hrúga af pokum sem voru gerðir í þetta sinn.
Að lokinni vinnunni var síðan boðið upp á hamborgara sem runnu ljúflega niður.
Það má með sanni segja að í dag hafi máltækið „margar hendur vinna létt verk“ sannað gildi sitt og ávinningurinn er hreinna og um leið fallegra umhverfi. Myndir frá deginum má sjá á fésbókarsíðu skólans.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...