Íslandsmeistarar 2017

03.apr.2017

Síðastliðna helgi varð meistaraflokkur Sindra Íslandsmeistari 3. deildar í körfuknattleik með sigri á Þór Þorlákshöfn. þetta er fyrsti titillinn í sögu körfuknattleiksdeildar Sindra. Liðið náði frábærum árangri á þessu tímabili og vann 13 af 14 leikjum vetrarins. Kjarni liðsins eru drengir sem stunda nám við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu og langar okkur til þess að óska þeim innilega til hamingju með þennan stórkostlega árangur.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...