Frumkvöðlaverkefni í Grikklandi

26.apr.2017

Í Trikala á Grikklandi.

Löng hefð er fyrir erlendu samstarfi í FAS og eitt eða fleiri verkefni hafa verið í gangi hverju sinni undanfarin ár. Í vetur eru fjögur slík verkefni í gangi og þessa viku er sex manna hópur frá FAS í Trikala í Grikklandi. Hópurinn tekur þar þátt í fjölþjóðlegu frumkvöðlaverkefni ásamt nemendum frá Ítalíu, Eistlandi, Lettlandi og Grikklandi.  Verkefnið stendur yfir í tvö ár og fyrr á önninni fór hópur frá FAS til Ítalíu.  Næsta haust er von á ríflega 20 manna hópi til Hafnar og verkefninu lýkur í Lettlandi vorið 2018.

Í verkefninu vinna nemendur frá þátttökulöndunum í sex hópum að því að hanna og framleiða einhverja vöru eða þjónustu.  Auk þessa frumkvöðlastarfs fá þátttakendur mikilvæga reynslu í að vinna saman, yfirstíga tungumálaerfiðleika og brúa þann menningarmun sem er á milli þjóða í Norður- og Suður-Evrópu. Það er því margs konar ávinningur af verkefnum sem þessum og mjög lærdómsríkt fyrir alla þá sem taka þátt.

Á myndinni eru Ástrós Aníta, Hafsteinn, Ragnar og Bjarmi við veisluborð sem útbúið var með mat frá löndunum fimm og að sjálfsögðu buðu Íslendingarnir upp á harðfisk.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...