Frumkvöðlaverkefni í Grikklandi

26.apr.2017

Í Trikala á Grikklandi.

Löng hefð er fyrir erlendu samstarfi í FAS og eitt eða fleiri verkefni hafa verið í gangi hverju sinni undanfarin ár. Í vetur eru fjögur slík verkefni í gangi og þessa viku er sex manna hópur frá FAS í Trikala í Grikklandi. Hópurinn tekur þar þátt í fjölþjóðlegu frumkvöðlaverkefni ásamt nemendum frá Ítalíu, Eistlandi, Lettlandi og Grikklandi.  Verkefnið stendur yfir í tvö ár og fyrr á önninni fór hópur frá FAS til Ítalíu.  Næsta haust er von á ríflega 20 manna hópi til Hafnar og verkefninu lýkur í Lettlandi vorið 2018.

Í verkefninu vinna nemendur frá þátttökulöndunum í sex hópum að því að hanna og framleiða einhverja vöru eða þjónustu.  Auk þessa frumkvöðlastarfs fá þátttakendur mikilvæga reynslu í að vinna saman, yfirstíga tungumálaerfiðleika og brúa þann menningarmun sem er á milli þjóða í Norður- og Suður-Evrópu. Það er því margs konar ávinningur af verkefnum sem þessum og mjög lærdómsríkt fyrir alla þá sem taka þátt.

Á myndinni eru Ástrós Aníta, Hafsteinn, Ragnar og Bjarmi við veisluborð sem útbúið var með mat frá löndunum fimm og að sjálfsögðu buðu Íslendingarnir upp á harðfisk.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...