Frumkvöðlaverkefni í Grikklandi

26.apr.2017

Í Trikala á Grikklandi.

Löng hefð er fyrir erlendu samstarfi í FAS og eitt eða fleiri verkefni hafa verið í gangi hverju sinni undanfarin ár. Í vetur eru fjögur slík verkefni í gangi og þessa viku er sex manna hópur frá FAS í Trikala í Grikklandi. Hópurinn tekur þar þátt í fjölþjóðlegu frumkvöðlaverkefni ásamt nemendum frá Ítalíu, Eistlandi, Lettlandi og Grikklandi.  Verkefnið stendur yfir í tvö ár og fyrr á önninni fór hópur frá FAS til Ítalíu.  Næsta haust er von á ríflega 20 manna hópi til Hafnar og verkefninu lýkur í Lettlandi vorið 2018.

Í verkefninu vinna nemendur frá þátttökulöndunum í sex hópum að því að hanna og framleiða einhverja vöru eða þjónustu.  Auk þessa frumkvöðlastarfs fá þátttakendur mikilvæga reynslu í að vinna saman, yfirstíga tungumálaerfiðleika og brúa þann menningarmun sem er á milli þjóða í Norður- og Suður-Evrópu. Það er því margs konar ávinningur af verkefnum sem þessum og mjög lærdómsríkt fyrir alla þá sem taka þátt.

Á myndinni eru Ástrós Aníta, Hafsteinn, Ragnar og Bjarmi við veisluborð sem útbúið var með mat frá löndunum fimm og að sjálfsögðu buðu Íslendingarnir upp á harðfisk.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...