Pöndubirnir á vappi

04.maí.2017

Nú í morgunsárið mátti sjá nokkra pöndubirni skunda í skólann. Hér voru á ferðinni nokkrir af væntanlegum útskriftarnemendum í FAS sem þó ætla ekki að nema fræðin í dag heldur aðeins að sprella í tilefni þess að nú er farið að hilla í hvítu kollana. Reyndar laumuðust nokkrir nemendur í skólann í gærkveldi og forfærðu aðeins húsgögnum til að stríða samnemendum sínum.
Þegar pöndurnar komu í FAS í morgun beið þeirra morgunmatur sem kennarar höfðu undirbúið en undanfarin ár hefur sú hefð skapast að kennarar bjóði til morgunverðar þegar nemendur dimmitera.
Við vonum að pöndurnar eigi góðan dag og óskum þeim góðs gengis í náminu.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...