Pöndubirnir á vappi

04.maí.2017

Nú í morgunsárið mátti sjá nokkra pöndubirni skunda í skólann. Hér voru á ferðinni nokkrir af væntanlegum útskriftarnemendum í FAS sem þó ætla ekki að nema fræðin í dag heldur aðeins að sprella í tilefni þess að nú er farið að hilla í hvítu kollana. Reyndar laumuðust nokkrir nemendur í skólann í gærkveldi og forfærðu aðeins húsgögnum til að stríða samnemendum sínum.
Þegar pöndurnar komu í FAS í morgun beið þeirra morgunmatur sem kennarar höfðu undirbúið en undanfarin ár hefur sú hefð skapast að kennarar bjóði til morgunverðar þegar nemendur dimmitera.
Við vonum að pöndurnar eigi góðan dag og óskum þeim góðs gengis í náminu.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...