Nú í morgunsárið mátti sjá nokkra pöndubirni skunda í skólann. Hér voru á ferðinni nokkrir af væntanlegum útskriftarnemendum í FAS sem þó ætla ekki að nema fræðin í dag heldur aðeins að sprella í tilefni þess að nú er farið að hilla í hvítu kollana. Reyndar laumuðust nokkrir nemendur í skólann í gærkveldi og forfærðu aðeins húsgögnum til að stríða samnemendum sínum.
Þegar pöndurnar komu í FAS í morgun beið þeirra morgunmatur sem kennarar höfðu undirbúið en undanfarin ár hefur sú hefð skapast að kennarar bjóði til morgunverðar þegar nemendur dimmitera.
Við vonum að pöndurnar eigi góðan dag og óskum þeim góðs gengis í náminu.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...