Kynningar í verkefnaáfanga á fimmtudag

09.maí.2017

Yfirstandandi vika er síðasta kennsluvikan á vorönninni. Þá er jafnan í mörg horn að líta. Einn þeirra áfanga sem er í boði er svokallaður verkefnaáfangi þar sem nemendur sem eru komnir langt í námi vinna verkefni tengt þeim námslínum sem þeir leggja áherslu á í stúdentsprófi sínu. Verkefnin sem eru unnin í þessum áfanga eiga að vera á þriðja til fjórða hæfniþrepi og vera sambærileg verkefnum sem eru unnin við upphaf háskólanáms.

Fimmtudaginn 11. maí munu nemendur kynna lokaverkefni sín. Kynningarnar fara fram í fyrirlestrasal Nýheima og hefjast klukkan 9:05. Verkefnin eru fjölbreytt enda eru óvenju margir í áfanganum að þessu sinni. Kynningarnar eru öllum opnar og við hvetjum fólk til að koma og kynna sér verkefni unga fólksins okkar.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...