Kynningar í verkefnaáfanga á fimmtudag

09.maí.2017

Yfirstandandi vika er síðasta kennsluvikan á vorönninni. Þá er jafnan í mörg horn að líta. Einn þeirra áfanga sem er í boði er svokallaður verkefnaáfangi þar sem nemendur sem eru komnir langt í námi vinna verkefni tengt þeim námslínum sem þeir leggja áherslu á í stúdentsprófi sínu. Verkefnin sem eru unnin í þessum áfanga eiga að vera á þriðja til fjórða hæfniþrepi og vera sambærileg verkefnum sem eru unnin við upphaf háskólanáms.

Fimmtudaginn 11. maí munu nemendur kynna lokaverkefni sín. Kynningarnar fara fram í fyrirlestrasal Nýheima og hefjast klukkan 9:05. Verkefnin eru fjölbreytt enda eru óvenju margir í áfanganum að þessu sinni. Kynningarnar eru öllum opnar og við hvetjum fólk til að koma og kynna sér verkefni unga fólksins okkar.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...