Yfirstandandi vika er síðasta kennsluvikan á vorönninni. Þá er jafnan í mörg horn að líta. Einn þeirra áfanga sem er í boði er svokallaður verkefnaáfangi þar sem nemendur sem eru komnir langt í námi vinna verkefni tengt þeim námslínum sem þeir leggja áherslu á í stúdentsprófi sínu. Verkefnin sem eru unnin í þessum áfanga eiga að vera á þriðja til fjórða hæfniþrepi og vera sambærileg verkefnum sem eru unnin við upphaf háskólanáms.
Fimmtudaginn 11. maí munu nemendur kynna lokaverkefni sín. Kynningarnar fara fram í fyrirlestrasal Nýheima og hefjast klukkan 9:05. Verkefnin eru fjölbreytt enda eru óvenju margir í áfanganum að þessu sinni. Kynningarnar eru öllum opnar og við hvetjum fólk til að koma og kynna sér verkefni unga fólksins okkar.