Vísindadagar í FAS

visindavikaVísindadagar hófust í FAS í morgun.
Seinni hluta þessarar viku vinna nemendur í hópum að ákveðnum verkefnum og brjóta aðeins upp hefðbundna kennslu.
Nemendur völdu sér hópa sem vinna að mismunandi verkefnum en öll verkefnin eiga það sameiginlegt að þeir koma inn á mismunandi þætti lýðræðis.
Á föstudaginn frá kl 12.30 og til kl 14.00 munu hóparnir svo kynna afurðir sínar og niðurstöður verkefna í skólastofum FAS og eru þær kynningar öllum opnar.
Við hvetjum alla til að kíkja við og skoða verkefni nemendanna.

Skuggakosningar í FAS

frambodsfundurEftir að boðað var til Alþingiskosninga hóf nemandi í FAS, Sigrún Birna Steinarsdóttir, máls á því að nemendur skólans þyrftu kynningu á stjórnmálum og stjórnmálaflokkum.
Það varð því úr að öllum flokkum sem bjóða sig fram í Suðurkjördæmi var boðið í FAS til að kynna sinn flokk og sína stefnu og taka þátt í pallborðsumræðum. Þetta boð mæltis vel fyrir og boðuðu allir flokkar í Suðurkjördæmi komu fulltrúa sinn á fundinn.
Í morgun var fundurinn haldinn í fyrirlestrarsal Nýheima. Vegna veðurs komust ekki allir til Hafnar en sjö flokkar áttu fulltrúa á staðnum.
Fundurinn gekk mjög vel fyrir sig og mynduðust skemmtilegar pallborðsumræður.
Ástæðan fyrir því að dagurinn í dag var valinn fyrir fundinn er sú að á morgun 13. október verða skuggakosningar í fjölmörgum framhaldsskólum landsins og er FAS þar á meðal.
Opið verður á kjörstað, í stofu 206. frá 09.00-16.00 og mun kjörstjórn sem mynduð er af nemendum, halda utan um kosningarnar.
Við hvetjum alla nemendur til að nýta sér kosningarétt sinn og kjósa á morgun.

Mælingar á Fláajökli

ferd-a-flaajokulÞessir flottu krakkar aðstoðuðu Snævarr hjá Náttúrustofu Suðausturlands í dag við að mæla jökuljaðar Fláajökuls að vestanverðu. Fín ferð en mikið oft mikið um sandbleytur. Það eru ótrúlega miklar breytingar frá því að í vor þegar við vorum þarna síðast.

Ráðstefna ungmennaráða á Suðurlandi

20160929_155027

Þátttakendur á ráðstefnu ungmennaráða á Suðurlandi.

Dagana 28. og 29. september tóku fjögur ungmenni úr FAS og ein úr Heppuskóla ásamt umsjónarmann þátti í ráðstefnu ungmennaráða á Suðurlandi sem haldin var í Hvolnum á Hvolsvelli.
Fulltrúar FAS voru Sigrún Birna Steinarsdóttir, Hafdís Lára Sigurðardóttir, Arnar Ingi Jónsson og Ingólfur Ásgrímsson. Fulltrúi Heppuskóla var Sandra Rós Karlsdóttir. Allir þessir nemendur sitja í Ungmennaráði Hornafjarðar. Selma Hrönn Hauksdóttir Tómstundaráðsfulltrú í FAS fór með þeim sem umsjónarmaður.
Tilgangur ráðstefnunnar var að fá fulltrúa ungmennaráða á Suðurlandi saman til að bera saman stöðu þeirra í sveitarfélögum á Suðurlandi og ræða þau mál sem brenna á ungmennum í dag. Einnig til að vekja athygli sveitastjórna á að hlusta á rödd ungmenna.
Þetta er fyrsta ráðstefna þessarar tegundar sem haldin er hér á landi.
Fyrri dagurinn fór í undirbúningsvinnu og umræður milli hópanna. Síðari dagurinn var ráðstefnudagur og setti Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ráðstefnuna.
Dagskráin einkenndist af erindum frá hinum ýmsu aðilum ásamt umræðum þar sem öllum gestum var skipt upp í hópa og mismunandi mál rædd. Loks voru pallborðsumræður þar sem einstaklingar úr ýmsum áttum sátu fyrir svörum.
Sveitastjórnarmenn allra sveitarfélaga á Suðurlandi var boðið að taka þátt í ráðstefnunni ásamt nokkrum þingmönnum. Einn fulltrúi sveitarstjórnar kom frá Hornafirði.
Nemendurnir okkar tóku virkan þátt og létu í sér heyra um þau mál sem brenna á þeim og bentu á ýmislegt sem betur má fara í okkar sveitarfélagi. Þeir voru FAS og Hornafirði til sóma á ráðstefnunni og er það okkar von að svona ráðstefna verði haldin reglulega til að ungmennin geti styrkt samband sín á milli og nýtt sér tengslanet sem myndast á svona viðburði.

Starfastefnumót í Nýheimum

starfastefnumotÍ dag hefur aldeilis verið líf og fjör hjá í FAS.
Þekkingasetur Nýheima hélt ásamt öðrum í húsinu Starfastefnumót þar sem fjölmörg fyrirtæki í sveitarfélaginu kynntu sig og sína starfsemi.
Allt húsið þarf undir svona stóran viðburð og FAS lagði sitt af mörkum og tókum virkan þátt í verkefninu með Þekkingarsetrinu. Kennsla var því lögð niður í dag. Nemendur hafa staðið sig með prýði við aðstoð á uppsetningu og framkvæmd enda margt sem þarf að gera og gott að hafa hraust ungmenni til aðstoðar.
Dagurinn tókst mjög vel og gaman að sjá og kynnast öllum þeim fyrirtækjunum og stofnunum sem tóku þátt. FAS var með sinn bás og kynnti starfsemi sína og námsval.
Margir gestir hafa komið í húsið í dag og kynnt sér störf hinna ýmissa fyrirtækja en þar var margt í boði og jafnvel var hægt að smakka mat.
Allir voru ljómandi ánægðir með hvernig til tókst og gaman væri að svona atburður yrði endurtekinn.

Ferð á Skeiðarársand

Skeidararsandur1Þann 29. ágúst fóru um 30 nemendur og kennarar út á Skeiðarársand til að mæla og meta gróðurframvindu í þeim fimm reitum sem fylgst hefur verið með frá árinu 2009.
Með í för var einnig Kristín Hermannsdóttir frá Náttúrustofu Suðausturlands.
Nemendur eru nú að vinna úr mælingarniðurstöðum og skrifa skýrslur.
Þrjú tré utan reita voru einnig mæld og reyndust tvö þeirra 290 cm og eitt 260 cm. Sauðfé sást nú í fyrsta skiptið á svæðinu og einnig voru spörfuglar meira áberandi en verið hefur.
Nánari upplýsingar um niðurstöður verða birtar bráðlega.
Skeidararsandur